Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 44
44
fer óbrunnið út 1 loptið sameinað sem kolavatnsefni
(Hydrocarbons), og þessvegna fer í vanalegum ofnum
og eldavélum talsvert til ónýtis af kolum, þar sem
nokkur hluti þeirra hverfur óbrunninn sem reykur og
gas, og það, sem þannig fer, gefur engan hita. En það
að reykurinn þannig nær að hverfa frá kolunum, hefur
ekki að eins það í för með sér, að eldsneytið ódrýg-
ist, heldur gjörir reykurinn einnig það að verkum,
einkum í stórum borgum, að loptið verður þungt og
óheilnæmt; orsökin til þessa er bæði hinar litlu kola-
agnir, sem reykurinn myndast af, og svo einnig hin
brennisteinskenda gufa, sem er í reyknum, og sem
myndast af brennisteini þeim, sem eins og áður getið,
ætíð er í kolunum. Hin þykka gula þoka, sem opt er
í stórborgum, þar sem miklu er brent af kolum, eink-
um í I.ondon, og sem er mjög skaðvænleg fyrir líf
og heilsu manna, halda menn að orsakist af ofmiklum
kolareyk í loptinu, sem blandist saman við vatnsgufu
þá, er myndar hina venjulegu þoku; kolareykurinn
gjörir þá þokuna þykkari, dekkri og óheilnæmari,
og tálmar því, að sólargeislarnir geti dreift henni.
Margar tilraunir hafa því verið gjörðar til þess að búa
til ofna og eldavélar, þannig lagaðar, að þær brendu
kolunum alveg upp, og hleyptu litlum eða engum reyk
út, en þetta hefur enn þá ekki tekizt fullkomlega, þótt
margar endurbætur í þessu tilliti hafi verið gjörðar á
hitunarvélum þessum. Mestur kemur reykurinn, þeg-
ar nýbúið er að láta kol á eldinn, þar eð áður en hin
köldu kol verða nógu heit til þess, að efni þeirra nái
að sameinast súrefni loptsins, fer mikið af reyk og
kolavatnsefni úr þeim óbrunnið. þ>etta má að nokkru
leyti forðast með þvf, að bæta opt kolum á eldinn, og
litlu í einu, í stað þess að bæta miklu á í einu og sjald-
an. Ofnar hafa og verið búnir til á þann hátt, að
i þeim miðjum er pípumyndað op, sem er opið niður