Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Qupperneq 46
46
hafa einnig verið til búnir; þeir eru tvöfaldir; i hinu
innra hylkinu er eldurinn, en upp um bilið, sem er á
milli hins innra og hins ytra hylkis leggur loptstraum,
sem er kaldur þegar hann fyrst leggur inn í ofninn
að neðanverðu, en hitnar á leiðinni uppeptir, og fer
síðan út um göt, sem eru efst á ofninum; leggur hann
þá út um alt herbergið og hitar það. J>essir ofnar
eru án efa betri en hinir einföldu ofnar, en þó eru þeir
ekki nærri eins heilnæmir, eins og opnu ristarofnarnir.
Áður en vér hættum að tala um brennslu kolanna,
viljum vér drepa á, hvað verður af því efni, sem kem-
ur fram við bruna þennan, nefnilega kolsýrunni og
vatninu, einkum af því, að vér sjáum þar ljóst dæmi
upp á það, hversu hlutirnir í alheiminum aldrei verða
að engu, og upp á hina sífeldu breytingu og hring-
ferð efnanna. f>egar kolin eru út brunnin, þá hverfa
þau sjónum vorum, og sýnast vera orðin að engu, en,
eins og vér þegar höfum séð, þá eru þau að eins orð-
in umbreytt, og eru orðin að kolsýru og vatni, sem
hvorttveggja hverfur upp í loptið sem ósýnilegt lopt-
efni. Kolsýra og vatn eru samsett af frumefnunum:
kolefni, vatnsefni og súrefni, og eins og áður er sagt,
er viður og alt sem til jurtaríkisins heyrir, myndað af
þessum þremur frumefnum. J>ær rannsóknir, sem gjörð-
ar hafa verið viðvíkjandi vexti jurtanna, sýna, að kol-
efnið, vatnsefnið og súrefnið, sem þær myndast af, fá
þær frá kolsýrunni og vatnsgufunni, sem er 1 loptinu,
og sem þær sjúga að sér gegnum blöðin. Af þessu
leiðir, að þegar viði, mó eða kolum, sem öll hafa hina
sömu efnafræðislegu samsetningu og hinn sama upp-
runa frá jurtaríkinu, er brent, þá breytast þau í kol-
sýru og vatn, sem fer upp í loptið, síðan draga
jurtirnar þessi tvö efni til sín, og breyta þeim aptur í
við, sem þá, ef til vill, seinna verður aptur að mó eða
kolum. þannig verður hinn sami hlutur fyrir hverri