Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 51

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 51
og er nokkuð ýmislegt að útliti og hörku; sumt af því er mjúkt og moldarkent, sumt hart og teygjan- legt, sumt hart og stökt. f>að er haft til alls hins sama, eins og það asphalt, sem tilbúið er úr koltjöru. Tjörustöðuvatnið í Trinidad inniheldur hið mesta sam- safn af bitumeni í heimi. J>að er hér um bil 3 enskar milur ummáls, og menn vita ei, hve djúpt það er, en menn hafa ætlað á, að það muni geyma milliónir tons af asphalti. Asphalt þetta er svo þétt í sér efst, að vel má ganga á því, en er mjúkt þegar neðar dreg- ur; það er fult af smáhólfum, sem innihalda steinolíu. J>egar veður er heitt, verður asphaltið svo lint, að ekki verður gengið á því. Haldið er, að vatn sé fyrir neðan það. Petroleum (steinolía) eða Naphtha er fljótandi bitumen. Hún er mjög misjöfn að útliti og gæðum; sumar tegundir hennar eru litarlausir eða ljósgular, sumar brúnar eða svartar, sumar léttar og gufandi, sumar þungar og þykkar. Seinolía er optast mjög eldfim. Steinolía finnst í jörðunni víða um heim, stund- um fljótandi út úr yfirborði jarðarinnar eins og upp- spretta, stundum djúpt niðri í jörðunni; ná menn henni þá með því að bora og grafa brunna. Hennar er fyrst getið í ritum Heródóts, en Plinius og Dioscorides geta hennar einnig. Mjög mikið af henni hefir frá ó- muna tíð runnið út úr jörðunni hjá Baku nálægt Kaspi- hafinu, en þar er henni samfara straumur af eldfimu kolavatnsefnis-lopti, sem Parsarnir um margar aldir hafa látið loga, og dýrkað sem hinn eilífa eld. Hún finnst víða í Európu, í Persalandi, Birma, Kína, og Vestur-Indlandi, en langmest af steinolíu fæst úr hin- um alkunnu brunnum í Pennsylvaníu, Canada og annarstaðar í Norður-Ameríku. pað hafði lengi verið kunnugt, að lítið eitt af olíu smitaði upp úr jörðunni á þessu svæði, en ekki fyrri en 1858 var gjörð alvara

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.