Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 61

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 61
SMÁVEGIS. Kál- og jurtagarðar. Eptir Magnús amtmann Gislason. (I handritasafni Hannesar biskups Finnssonar). Kál- og jurtagarða skal vel umgirða, ei að eins svo ó- hultir séu fyrir gripum, heldur svo séu í skjóh fyrir vindum. |>á ríður mest á, að moldin þorni vel, allar rætur séu vel barðar frá moldinni og burtnumdar; sé svo garðurinn vel pældur eitt fet á dýpt, eður sem svarar pálblaði, og því næst taddur. En teðslan verður að fara eptir jarðartegund. Við þurra og sendna jörð á nautamykja vel; við rakajörð sauða- tað og jafnvel helzt hrossatað, sömuleiðis fugladrit. Keynslan hefirkent, að á þurra og sendna jörð er í fyrstu góður áburð- ur mold undan sauðataði og í kring um fjóshauga, einnig gamlir fjárhúshaugar. En á raklenda og kalda jörð er gott að blanda hesthússhaug samanvið. þegar búið er að pæla, á að að bera á, láta áburðinn liggja í garðinum rfima viku, pæla svo á ný og blanda teðslunni vandlega saman við mold- ina. því betur sem saman er blandað, þess betra er það ; þá verður öll jörðin jafnfeit og jafnmylduð. Haganlegt er hér á landi, sökum vor-anna og veðráttufars, að taka fyrir sig lítinn reit álnar breiðan og tveggja álna langan næst girðingu og í hlé fyrir norðanvindi, mylda hann vel og teðja og láta vera nokkuð hærri en sjálfan garðinn, svo vatni halli vel frá en ekki að, sá svo strax í hann að vorinu, þegar frost er farið úr jörðu; undirbúa síðan í hægðum sínum eptir ástæð- um allan garðinn, því ekki þarf að umplanta fyr en um Jóns- messu. þegar nú garðurinn er allur undirbúinn, þá eru plönturnar komnar upp í sáðreitnum og nú er plantað um.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.