Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 69

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 69
69 merkir þar ekki salt brent af sjó, heldur saltaðan silung, eins og nafnið enn þá helzt við í Skaptafellssýslu. Optlega að fornu og í minni þeirra, er enn lifa, rak í Skaptafells- og Rangárvallasýslum svo mikið af barðsýli (loðnu), að klyfja mátti hesta á fjörum, svo rekamenn gátu ekki undan borið. þessi var matartilbúningur á þeim: þau voru fyrst sneypt, þ. e.: tveim fingrum var tekið yfir tálknið, það burt slitið og þar með allur skúfurinn eður innýflin. þá var þeim fleygt í vatn til þess að burtnema sand, blóð og slepju, og þá soðin í söltu eða sýrublönduðu vatni. Afgangurinn var súrs- aður til frambúðar; þar sem þessu varð ekki við komið voru þau kösum saman grafin í snjó, þar sem ólíklegast var að upptæki. Yoru svo tekin upp á vorin, þurkuð við vind und- an sólu, breidd í þunnum flekkjum, snúið með hrífu til þess þau þornuðu, og loks fergð í hentugu íláti og geymd til vetrar. Hnitaði þau við þessa meðferð og urðu smekkgóð. Er loðna þessi einn hinn hollasti og saðsamasti matur. Söl eru helzt brúkuð til matar í Arness-, Rangárvalla- og Skaptafellssýslum, og hafa opt haldið fjölda manns við lífið; eru þau keypt mestmegnis á Eyrarbakka, og kostar vættin 20 fiska. Séu sölin góð, jafnast engin fiskavætt við jafnvægi af þeim; borðuð með smjöri, eru þau holl og sað- söm fæða. Sumir eta þau með hvannarútum og ólseigum fiski, og bætir hvannarótin hvorttveggja. Sölin eru fergð í ílát, og vandlega geymd, að sem minnstur saggi komi nærri. Sama er og að segja um fjörugrösin; eru þau einnig seld á Eyrarbakka í kvartila- og tunnumæli, og kostar hálftunnan hálfan fjórðung smjörs. Nær þau eru vel afvötnuð, eru þau góður matur í graut, fest með mjöli; má og gjöra með þeim mikil skyrdrýgindi, því grautur úr fjörugrösum þykknar við kuldann og er ágætt meðal við innantöku. þegar búið er að afvatna fjörugrösin og síðan þurka þau, skal mylja þau undir kvörn, gagnpressa þau í íláti og binda yfir til vetrarforða, séu þau ekki þegar látin saman við skyr á sumrum. Heimula eða heimilisnjúli, er sumir nefna fardagakál, af því hún er í fardögum nægilega sprottin til matar bæði í graut og súpu, er

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.