Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 70

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 70
70 holl öllum blóðríkum, og sem hættir við gulu og blóðteppu. Murulauf eru og góð í súpu, en ræturnar, seyddar í misu eða mjólk, eru afbragðs styrkjandi fæða. Má og steyta ræturnar, sjóða í mjólk og hleypa síðan, og gjöra úr ost, sem er eink- ar ljúffengur. Allir vita, hversu hvannir eru heilnæmar bæði fyrirbrjóst og maga. Og suðaustan á Íslandi er mikill fiskur sparaður með hvönnum; er þar venja að neyta þeirra með átmat, sem þar kallast viðskyra. Í Landeyjum eru víða góð hvann- stóð, sem mælt er þar hafi viðhaldizt frá fommannatíð, og sem bændur mundu ekki vilja skipta arðinum af fyrir 2 vættir fiska. f>á er hvannarótin í miklum metum, og er hún mikið brúkuð til matar, er þó opt langt aðsókt; er hún til búdrýg- inda lögð að jöfnu við harðfisk, en með réttu haldin stórum heilnæmari. Er hún svo grafin upp, að sem minnst slitni, vor og haust, er síðan niður grafin í skemmu eða köldu út- hýsi, ausið moldu yfir og þakin torfi. Gjalda skal varhuga við, að ekki komist vatn í gröfina. Upp verðurhana að taka áður en hiti kemur í jörð, því annars remmist hún ; þó má gjöra við því, með því að kljúfa liana eptir endilöngu og láta hana liggja í helmingum til næsta dags. Líka ber minna á remmunni, sé rótin etin með sölvum. Mig hefir opt furöað á þvf, að Norðlenzkir, sem eiga eins hægt með að afla hennar, eins og Sunnlendingar, skuli svo lítið nota hvannarót til mat- ar; kemur það af því, að þar skortir barnsvanann til þess. Suðaustanlands var allajafna venja, þegar farið var á grasa- fja.ll, að láta einnig hvannarætur ofan í grasapokana. Mætti taka hvannarætur á marga hesta í Beljandatungum og hjá öðrum lækjumog tungum á Kúluheiði, semogað austan, hinu meginBlöndu. Skyldumenn hafa sér minnisfast, hversu holl hún er og jafnframt nærandi. Hefi eg þekt einn bónda, sem með konu og 4 börnum lifði eitt hallærisvorið á hvannarótum úr garði sínum með mjög litlu af mjólk. Vallar- og veggjasúrur eru góðar í súpur og grauta, einnig í salat með linsoðnum eggjurn. Hófauran eður lambasúran (o: sú, sem hefir skarð framan í blöðunum), er nærfelt sömu i

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.