Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Page 1
Móse-bækurnar
í Ijósi hinna vísindalegu biblíuransókna.
Eftir
)ón jðcígason,
prestaskólakeunara.
Tilgangur ritgerðar þeirrar, er hér fer á eftir, er
aðallega sá, að gefa almenningi færi á að kynnast lítils-
háttar einu því starfi í heimi vísindanna, sem á síðasta
mannsaldri hefir hvað mest veiið rætt og ritað um innan
heimsbókmentanna. Það er starf hinna svo nefndu „hærri
biblíuransókna" eða hin vísindalega sögulega ransókn
hinna helgu rita gamla testamentisins, sem oft er kend
við dr. J. Wellhausen, háskólakennara í Göttingen, rang-
lega að því leyti sem þessi ransókn er miklu eldri, en
réttilega að því leyti sem fáir eða enginn hafa haft jafn-
mikil áhrif á allar þessar ransóknir og hann, svo
að jafnvel má segja, að framkoma hins heimsfræga rits
Wellhausens „Prolegomena zur Geschichte lsraels“ (það
kom fyrst út 1878 og nefndist þá að eins „Geschichte
lsraels“) myndi eins konar tímamót innan þessara
merkilegu ransókna. Á voru máli hefir til þessa alls
ekkert, er nefnandi sé, verið um þetta ritað.
Pað, sem hér verður gert að umtalsefni, er að eins
lítill hluti rita gamla testamentisins, sem sé hinar fimm
svo nefndu Móse-bækur. En vér vonum, að það gefi greind-
1