Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Page 2
0
um lesendum nokkra huginynd um eðli þessara ran-
sókna í heild sinni, enda þótt fljótt verði farið yfir og
ýmsu slept, til þess að ritgerð þessi verði ekki of löng
fyrir tímarit það, sem hún er sórstaklega ætiuð.
Um hið trúfræðilega gildi Móse-bókanna verður hór
alls ekki rætt, né um afstöðu þeirra af átrúnaðarsögunni
yfirleitt. — Hvorugt mun verða talið að eiga heima í
þessu tímariti. Hér verður að eins rætt um bækur þess-
ar frá bókmentasögulegu sjónarmiði. En þær spurningar,
sem þá verða fyrir oss og hljóta að ráða niðurskipun
efnisins, eru þessar:
1. Hver er höfundur Móse-bókanna?
2. Hvernig eru Móse-bækurnar orðnar til?
3. Hvenær eru Móse-bækurnar ritaðar ?
Yegna þeirra, sem ef til vili vildu kynna sór þessar
biblíuransóknir nútímans ítarlegar, nefnurn vór hér í einu
lagi heimildarrit þau, sem vér sérstaklega höfurn stuðst
við við samningu ritgerðar þessarar. En það eru þessi
rit: dr. S. B. Driver: Einleitung in die Litteratur des
Alten Testamentes, herausgegeben von dr. I. W. Rothstein
(Berlin 1896); Robertson Smith: Das alte Testament.
Seine Entstehung und Ueberlieferung. Herausgeg. v. dr. I.
W. Rothstein (Freiburg & Leipzig 1894); dr. C. H. Cornill:
Einleitung in das Alte Testament; dr. Fr. Buhl: Det
israelitiske Folks Historie (3. Udg. Khavn 1899); Lic. H.
Martensen-Larsen: Historisk Oplysning om den heliige
Skrift (Khavn 1898) og loks V. Obel: Om den gammei-
testementlige Kritik (Khavn 1890).
Flestallar tilvitnanir úr ritningunni eru, að því er
kemur til 1. Móse-bókar, teknar eftir hinni nýju útleggingu
biblíufélags vörs. Að öðru leyti er fylgt hinni núgildandi
útleggingu.