Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Page 46
4tí
„bókina um bardaga drottins" (4. Mós. 21, 14), sem vafa-
laust hefir veiið mjög ga.malt ljóðasafn um sigurvinning-
ar ísraelsmanna yfir óvinum sínum. Ef til viil hefir
sigursöngur Móse við íauða hafið staðið í þessu sama
ljóðasafni. An efa hafa einnig bæði „boðorðin" og „sátt-
málsbókim', sem talað er um sem sérstakt íit i 2. Mós.
24, 7 og nær yfir 2. Mós. 21—23, verið til í handriti
áður en höf. Elóhím-ritsjns tók þau upp í rit sitt. Báðir
höfundarnir virðast tengja frásögur sinai' um ættfeður
ísraelsmanna við staði þá í landinu, sem taldir voru helgir
(t. a. m. Síkem, Betel, Hebron, Beerseba, Móría). Höf.
Elóhím-ritsins dvelur einkum við staði í norðurríkinu og
er því álitið, að hann hafi verið þaðan og samið rit sitt
þar. Höf. Jahve-ritsins ei' aftur á móti álitið að hafi
átt heima í suðurríkinu. Eftir frásögu hans virðist
Abraham aðallega hafa dvalið nálægt Hebron i Júdaætt-
kvísl, en eftir frásögn hins nálægt Beerseba í norðurrík-
inu. Eftir frásögn Jahve-ritsins virðist Júda hafa verið
fyrir þeim bræðrum, Jakobssonum, þóttRúben væri elztur;
eftir frásögn Elóhím-iítsins er Rúben fyj'ir bræðrum sín-
um í flestu. Jahve-ritið virðist bera vott um andríkari
höfund en Elóhím-ritíð; í Jahve-iitinu er dvalið við gátur
tilverunnar, t. a. m. upphaf hins illa og markmið sög-
unnar. í þessu riti er talað um guð í mannlíkingum og
yfir allri framsetningunni er skáldlegur blær, en við það
verða margar af frásögunum í riti þessu óviðjafnanlega
fagrar. Elóhím-ritið ber af Jahve-ritinu hvað nákvæmni
snertir í öllum smáatriðum frásagnaiinnar. Eitt af ein-
kennum þess er það, hve oft guð er látinn bii tast mönn-
um í draumi. Sameiginlegt fyrir bæði þessi rit er hinn
spámannlegi tiigangur þeirra, að sýna hvernig guð lætur
hið góða ávalt ná sigri, og jafnvel lætur synd mannanna
verða til þess að styðja að sigri hins góða.
í'á er þriðja heimildarritið og jafnframt hið stærsta.