Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Síða 58
58
Snorri var í Þrándheimi veturinn 1237—38 með
Pjetri syni Skúla hertoga1. Þeir Hákon konungur og
Skúli sátu í Óslo þann vetur, en um vorið fór hertoginn
norður til Þrándheims. Hitti Snorri þá fyrst Skúla her-
toga og var með honum hinn næsta vetur (1238—39), en
konung sá Snorri ekki, því hann var þá ávallt sunnar i
landi, fyrst í Túnsberg og síðan í Björgyn. Snorri var
lendur maður þeirra konungs og hertoga og gamall vinur
þeirra, einkum þó hertogans2, en honum hefur eigi verið
ókunnugt um, að yfirgangur og ófriður Sturlu Sighvats-
sonar var sprottinn af ráðum konungs og löngun hans
til þess að ná íslandi undir sig. Var það eigi að furða þótt
Snorra fýsti eigi að sækja á fund Hákonar konungs, heldur
tæki hann boðum hertogans og væri með honum.
Milli konungs og hertoga hafði opt verið metnaður
mikill og samlyndi þeirra misjafnt. Haustið 1238 fór
Skúli hertogi á konungs fund í Björgyn, en er hann kom
norður í Þrándheim (í nóvbr.), gjörðu menn mikið orð á
því, að lendir menn Hákonar konungs hefðu spillt með
þeim hertoganum, og eignuðu þeir mest Gauti Jónssyni.
Heitoginn spurði einn dag í gamni Snorra Sturluson,
hvort það væri satt að sá, er atti fornkonungum saman,
hjeti Gautur öðru nafni. Snorri kvað það satt vera. Her-
toginn bað Snorra þá yrkja vísu um það, og segja hvernig
Gautar þessir væru líkir. Snorri gjörði það. Er sagt að
margt væri þá mælt, að öfundarkennt væri til vina
konungs.
Þnnnig mðu ýmsar viðsjár milli konungs og hertoga
sama haustið sem tíðindin af Örlygsstaða hardaga spurð-
ust til Noregs. Um veturinn sendi konungur orð til her-
togans, og bað hann meðal annars, að íslendingar þeir,
sem með honum voru, færu ekki út, fyr en konungur
1) Sturl. I. 356.
2) Sbr. Tímarit Bókmenntafjelagsins 1899 bls. 129,