Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Page 111
111
En þá kom þangað prestur einn af hendi Heinreks bhk-
ups og las hann upp bannfæringarbrjef yflr Þorgils og
Þorvarði og öllum þeim, sem á Þverárfundi höfðu verið
og farið með ófiiði þangað í sveitir í móti þeiin Eyjólfi
og Hrafni. Fyrirbauð biskup hverjum manni að taka
við Þorgilsi í hjerað, og hjet afarkostum olla. Yar þess
þá enginn kostur, að bændur tækju við Þorgilsi.
Síðar um sumarið fór Þorgils norður í Skagafjörð
og stefndi fund að Vallalaug. Játuðu flestir bændur að
lyktum, að taka við honum til höfðingja. Settist Þor-
gils þá í Viðvík og var höfð sauðakvöð um Skagafjörð
og um hjerað allt vestur til Hrútafjarðar, til þess að
koma búi og birgðum undir Þorgils sem höfðingja hæfði.
En biskup ljet iæsa kirkju í Viðvík og lýsti banni yflr
þeim Þorgilsi. Var biskup við hann hinn versti. Þó
tókst að koma á sættum með þeim um veturinn. Mun
biskup, sem var skapsmaður hinn mesti, hafa fundið, að
hann hafði ofgjört við Þorgils og gaf hann honum því
upp allar sakir, er hann taldi á hann. Urðu þeir biskup
og Þorgils vinir eins og þeir höfðu verið fyrir Þverár-
bardaga. Fór Þorgils búferlum að Ási í Ilegranesi, og
þar gjörði hann hina virðulegustu veizlu á móti biskupi
og leysti hann út með stórgjöfum. Biskup bjóst þá til
utanferðar og styrkti Þorgils hann að fararefnum. Fór
biskup utan um sumarið (1256) og kom eigi aptur til
íslands. IJann dó í Noregi 1260 og þótti konungi mikil
eptirsjá að honum (enda hafði hann rekið erindi hans
með miklum dug). En Þorgils var hinn m9sti rausnar-
maður, hjelt bændum veizlur og veitti þeim óspart. Var
þá gleði mikil í hjeraði, og þóttust bændur þá hafa ná-
lega himin höndum tekið, er þeir höfðu fengið slíkan
höfðingja. Má af þessu skilja, að þeim Þorgilsi og Hein-
reki biskupi varð vel ágengt við skagflrzka bændur þá
um suinarið, er þeir lögðust á eitt með ívari Englasyni