Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Blaðsíða 127
127
ing og grimmd gefcur þó því að eins náð fullu valdi yflr
mönnum, —einnig þótt ófriður sje —, að siðferði manna
sje illt. Og það var siðferði Islendinga á Sturlungaöld-
inni. Þess má sjá ýms merki, að siðfeiði íslendinga á
12. öldinni var mjög spillt. Ymsir beztu höfðingjar lands-
ins fóru að gjörast frillulífismenn og hórkarlar, og almenn-
ingur var eigi betri; þetta fór versnandi á Sturlungaöld-
inni. En er svo er komið, fylgir venjulega fleira illt með;
þeir menn, sem geta eigi haldið trúnað við þá, sem þeim
standa næstir, reynast venjidega illa, er á reynii'. frek
þeirra og staðfesta brestur, er þarf að fylgja rjettu máli;
þeir eru falir er einhver vill kaupa og býður góð boð.
Þeir sækjast eptir metorðum, fje eða veldi hjá þeim, sem
völdin hafa, og veita aptur þjónustu sina á móti, til hvers
sem kraflst kann að verða.
Þannig var með íslendinga á Sturlungaöldinni. Þeir
voruað mörgu leyti mjög spilltir, svo spilltir, að þeir gátu
eigi verið sjálfum sjer trúir, þá er á reyndi. Þess
vegna gættu þeir eigi hófs, þess vegna stóðust þeir eigi
freistingar Hákonar konungs og þess vegna verða þeir
líka sjálfir fyrst og fremst að bera skuldina
fyrir það, að þeir og niðjar þeirra misstu sjálfs-
forræði sitt. En þess vegna varð einnig hin „póli-
tiska“ saga íslendinga um þessar mundir að heita ma
eintóm raunasaga, saga af þjóð, sem öðru hverju ligg-
ur í krampateygjum. Sólskinsblettirnir eru fáir í stjórn-
arsögu vorri á Sturlunga öldinni. En áður, á 10. 11. og
12. öldinui bregður opfc mörgum sólargeislum fyrir í
stjórnarsögu íslendinga, svo hún er þá opt fögur og fær
manni unaðar.
En hins vegar má eigi gleyma því, að margt er það,
sem mælir íslendingum bót á Sturlungaöldinni. Eigi
höfðu þeir, heldur feður þeirra, tekið upp á því, að gjörast
Noregskonungi handgengnir og ganga undir hirðlög hans.