Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Side 139
139
mörgum góðum glímumanni — þá er það einnig hægri
fóturinn, sem aðallega fyrir brögðunum gengst eða legg-
ur þau á, en sé glímt öfugt eða á hina vinstri hendi,
þar sem hún þá heflr öll hin sömu tök, sem þegar er lýst
við hina hægri, þá er líka vinstra fæti beitt jafnaðar-
lega fyrir. En til eru þeir glimumenn, sem jafnsnjallir eru
á báðar hendur og fætur, og þykir það, eins og má, all-
mikill kostur við glímumann. Þó að glíman þannig að-
allega sé íþrótt fótanna og aðalbrögðin, klofbragð, leggjar-
bragð o. fl., séu eingöngn lögð á með þeim, þá koma
eðlilega hendurnar og tök þeirra líka allmjög t.il greina,
því auk þess sem ýmis „handbrögð", eingöngu með hönd-
unum gerð, koma alltítt fyrir í glímu, lufa hendui'nar og
handtökin það ætlunarverk, að halda viðfangsmanni sem
haganlegast að sér, og beina eða hrinda honum í færi
til bragðs, sem og styðja að ýmsum sveiflum og hnykk-
jum, er þráfaldlega fyrir koma; og er einkum vinstri hönd-
in, sem jafnaðarlega, eins og áður er sagt, leikur lausari
við glímuna, til þess ákvörðuð. Ennfremurer það einn-
ig með höndunum að maður stofnar til ýmsra ólíkinda
eða látalætis bragða, bæði til að blekkja mótstöðumann
sinn, með því að dylja vist bragð eða hnykk, er maður
i næstu andrá býst við að beita; þarf þá hinn allan var-
hug að gjalda við þvi, að láta sig berast um of úr réttu
jafnvægi líkama síns og haganlegustu sföðu fóta sinna,
því annars er jafnan hætta við falli eða bylta búin, eða
að minsta kosti viss bragðs von af hinum.
Að svo mæltu er að víkja til glímubragðanna sjálfra,
sem í rauninni eru mergurinn málsins, og má vel flokka
þau niður eftir eðli þeirra og svo innbyrðis skyldleika,
og ýmist telja tvo flokka glímubragða, svo sem höfuð-
brögð og aukabrögð, eða þrjá, sem eðlilegra mun vei a, og
telja þá aðalbrögð eða þungbrögð, lausabrögð eða iétt,-