Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1900, Side 185
185
náttúrulögum, og eru því ekkert óeðlilegri en allir aðrir
draugar. Fóturinn fyrir Eiðsbola er ekkert annað en
hijóð þau er hafa myndast, þegar vindurinn heflr þotið
í gegn um gjótur og glufur í helli hans, því oft heyrast
kynleg og jafnvel eymdarleg hljóð, þegar svo ber undir,
svo sem í Vestmannaeyjum1 og við Stapa vestur. Sjó-
draugurinn í Kílsnesi getur vel hafa verið selur, en ann-
ars virðist mega ráða af orðum sögumannsins, að mörg-
um sögnum hafi farið um, hvernig staðið hafi á draug
þessum. Eskifjarðar-draugurinn hefir líklega verið kol-
krabbi, og kemur liturinn á honum vel heim við litinn á
kolkröbbum.
Enn verður að minnast hér á þrjár ófreskjur, sem
standa í sambandi við menn að því leyti, að þær vóru
háifar í manns líki, en hálfar í dýrs líki. Ein af þessum
ófreskjum hót Naddi, af því að það heyrðist nadda eða
glamra í fjörugrjótinu, þegar hann var á ferli. Naddi
var uppi á 16. öld á Austurlandi, og var svo magnaður,
að hann sat fyrir mönnum, og voitti þeim bana, svo að
þjóðleið sú lagðist niður, sem er á milli Njarðvíkur og
Borgarfjarðar, og nefnd er Njarðvíkurskriður. í þjóðsög-
um Jóns Ámasonar stendur, að Naddi hafi verið í dýrs-
líki að neðan, en ég hefi einhvers s'taðar að, að þetta dýr
hafi verið hundur. Loksins varð maður einn ferlíki þessu
yfirsterkari, og dragnaðist það í sjóinn undan honum.
Þar var síðan reist upp kj-ossmark, og stendur það hk-
lega enn í dag, eða að minsta kosti var það endurnýjað
18462. Að öllum líkindum er ekkert hæft í þessari
sögu, enda er ekki minst á hana einu orði í letrinu á
krossinuin. Njarðvíkurskriður eru líklega hættulegar, og
hefir eflaust farist þar maður einhvern tímann í pápiskri
1) Eftir sögn Guðmundar læknis Schevings.
2) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls, 139—40.