Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 2
82
er þá lika fágætt að einstaka hugmaður þorir að ganga móti
straumnum og ganga í berhögg við »rödd þjóðarinnar«, sem óneit-
anlega getur stundum látið óþægilega illa í eyrum.
Jeg vona að orð mín verði ekki misskilin; jeg finn hvorki
köllun nje hæfileika hjá mjer til að skipa mjer á bekk með hin-
um fáu hugmönnum, er telja það skyldu sína að tala gegn og
vara við því dálæti, sem menn hafa nú svo almennt á meirihlut-
anum og rjetti meirihlutans. Jeg er miklu fremur öldungis sann-
færður um, að sannarlega hollt, gott og rjettlátt fjelagslíf, hvort
heldur er í ríki, eða blátt áfram í fjelagi eða samkvæmi, verður
nauðsynlega að byggjast á þeim skoðunum, er ríkjandi eru hjá
meirihluta hlutaðeigandi fjelagsmanna, en — og á þetta »en« legg
jeg afarmikla áherzlu — til þess útheimtist fortakslaust, að hver
einstakur þessara fjelagsmanna hafi ákveðna skoðun, bygða á sjálf-
reynd og sjálfstæðri rannsókn á því málefni, sem hann á að greiða
atkvæði um. Eigi fyllilega að meta úrskurð meirihlutans, sem
sannan og rjettmætan vott hinnar sönnu skoðunar fjelagsins, verð-
ur að krefjast þess, að hver einstaklingur, sem atkvæði greiðir,
hafi aflað sjer öldungis sjálfstæðrar sannfæringar á því máli, sem
um er að ræða, og sú sannfæring verður að vera algjörlega óhlut-
dræg og óháð óviðkomandi atvikum. Það stendur á sama hvort
atkvæðagreiðslan er um þjóðmál og fer fram á þjóðþingi, eða
kemur einstöku fjelagi við og fer fram á aðalfundi þess. Við þing-
kosningarnar verður það þingmannsefni hlutskarpast, er flestir
rjetta hendurnar upp fyrir, og á aðalfundi er sú uppástunga sam-
þykkt, sem fær flest atkvæði; meirihlutinn hefur allt af rjett fyrir
sjer, eða svo jeg viðhafi latnesku orðin: Vox populi, vox dei.
Vjer mundum allir, og það jafnvel hugmennirnir, sem jeg
minntist á, skjótt verða á eitt sáttir um það, að þetta væri gott
og blessað, gætum vjer að eins verið vissir um, að einstaklingar
þeir, er atkvæði greiða, hver um sig hefðu með hyggni og óhlut-
drægni aflað sjer þeirrar sannfæringar, er atkvæðagreiðsla þeirra
byggist á. Vjer gætum þá í opinberum þjóðmálum með góðri
samvizku fylgt þeirri grein, er stendur í lögum allflestra fjelaga:
»Aðalfundur hefur æðsta úrskurðarvald í öllum málefnum fjelags-
ins«; vjer gætum þannig hiklaust viðurkennt fullveldi þjóðarinnar,
því að þjóðin væri þá safn fullmenntaðra og fullþroskaðra ein-
staklinga, er jafnan hefðu skýrar, vel íhugaðar og vel rökstuddar