Eimreiðin - 01.05.1898, Side 4
84
þvíumlíkt, þá er engu líkara en hin sjerstaka lyndiseinkunn þeirra
og manngjörvi máist af eða hverfi, og þeir hverfi inn í hópinn;
það er eins og þeir missi hina persónulegu ábyrgðartilfinningu
og verði ópersónulegir liðir í hinum ábyrgðarlausa hóp.
Þetta er líka atriði, sem hefur vakið afarmikla athygli víða
um heim, og er það af góðum og gildum ástæðum, þar sem svo
mörg mikilsvarðandi málefni eru á vorum dögum lögð undir úr-
skurð múgsins. Slíkan múg eða margmenni má að nokkru leyti
skoða sem sjerstaka, lifandi veru, gædda sálareiginleikum, og eru
sumir þeirra hinir sömu og hjá einstökum mönnum, en aðrir eru
alveg sjerstakir fyrir múginn. Látum oss nú virða þessa sjerstöku
eiginleika nokkru nánar fyrir oss.
Fyrst og fremst teljum vjer eptirfylgjandi staðreynd, sem að.
nokkru leyti liggur til grundvallar fyrir hinum öðrum einkenn-
um: Af hvaða tægi sem þeir einstaklingar eru, sem mynda hóp,
hve ólíkir sem þeir eru sín í milli, að því er snertir stöðu, lifn-
aðarhætti, starfa, lyndiseinkunn og gáfnafar, þá er það svo, að blátt
áfram af því, að þeir eru nú einu sinni komnir saman, þá ríkir
sami andi hjá þeim og gjörir það að verkum, að tilfinningar þeirra,
hugsanir og athafnir verða allt öðruvísi en tilfinningar, hugsanir
og athafnir hvers einstaklings mundu verða, væri hann ekki með
í hópnum. Það eru til hugsanir og geðshræringar, sem aðeins
koma í ljós og brjótast út í verknað hjá einstaklingunum, þegar
þeir eru í annara manna hóp. Slíkur hópur eða múgur er eins-
konar stundarvera, mynduð af ýmislegum frumefnum, er um
stundarsakir renna saman í eitt; öldungis eins og frumhylfi þau,
sem lifandi líkami er samansettur af, sameinast og mynda veru,
gædda eiginleikum, sem eru gagnólíkir þeim, er hvert einstakt
frumhylfi hefur. Múgnum mætti líkja saman við efnablöndun;
efnafræðingurinn blandar saman ýmsum ósamkynja efnum, og úr
því verður ekki einföld blöndun, heldur myndast nýtt efni, með
allt öðrum einkennum, en efni þau, sem notuð voru.
Það er ofurauðvelt að sýna fram á, að hóp manna er allt
öðruvísi varið en einstökum manni; aptur á móti er það ekki
jafnauðvelt að sýna, hvernig á þessum mismun standi. Hjer er
þá fyrst þess að minnast, að sálarfræði seinni tima hefur gjört þá
þýðingarmiklu uppgötvun, að skynsemi vor eða meðvitundarlíf og
hinn svonefndi frjálsi vilji er hvorki svo meðvita nje frjálst, sem
vjer hingaðtil höfum ætlað. Hugsanir vorar og athafnir ákvarðast