Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 8

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 8
mundu fáir verða til að halda því fram, að þetta væri meðfætt; væru höfð skipti á börnunum meðan þau væru kornung, mundi danska barnið verða Frakki í hverja taug, með franskri hegðun, frönskum skoðunum á því, hvað sæmilegt væri, franskri trú o. s. frv.; og á hinn bóginn mundi það barn, sem alið yrði upp i Dan- mörku, ekki verða franskt að öðru en því, að það hefði ef til vill svart hár og væri skarpleitara að hliðarsýn. Það væri hraparleg villa að ætla, að trúarbrögð fullþroska manns, skoðanir hans á siðkenningum og þjóðmálum o. s. frv. væru meðfæddar; þær hafa myndazt við þroskun hlutaðeiganda og eru afleiðingar af þeim áhrifum, er skóli, heimili, kunningar, dagblöð o. s. frv. hafa haft á hann; ef til vill er enginn sá mað- ur, að hann hafi farið algjörlega á mis við slík áhrif, og ef vjer athugum sjálfa oss með nokkru meiri skarpskyggni og gagnrýni, mundum vjer skjótt verða þess áskynja, að skoðanir vorar eiga allar rót sína að rekja til utanaðkomandi áhrifa, þótt vjer sjeum drýldnir af því, að hafa aflað oss þeirra sjálfir með hugsun vorri og reynslu. Það er svo sem enginn efi á því, að niðurstaðan yrði allt önnur, ef maður lifði einn síns liðs, án þess að hafa umgengni við aðra menn og verða fyrir áhrifum af þeim; en með því nú að þetta getur ekki átt sjer stað, svo sem þjóðfjelagi voru er hátt- að, þá komum vjer hjer aptur að hinu sama, sem vjer áður höf- um minnzt á, að manninum er öðruvísi háttað, þegar hann er í annara manna hóp, en þegar hann er einn sins liðs; og vjer get- um skoðað þjóðfjelagið sem mannsöfnuð, hóp manna, þegar vjer viðhöfum þetta orð í rúmri merkingu. Látum oss nú samt sem áður halda oss við þá þýðingu í orð- inu hópur, múgur, sem vjer áður höfum lagt í það. Það mun þá við nokkurn veginn nákvæma athugun sýna sig, að maður, sem um stund hefur verið í slíkum hóp eða múg, einkum ef múgurinn er í uppnámi, kemst í líkt ástand og hinn dáleiddi, sem verður viljalaust verkfæri í höndum dávaldsins, og stafar það af hinum einkennilegu áhrifum, sem jeg hefi talað um. Og eins og nokkrar sálareigindir eru útilokaðar hjá hinum dáleidda,' en aðrar mega sín því meira, þannig er því og varið með einstaklinginn, þegar hann er í manngrúa. Við hugsanainnblástur fær hann ómótstæðilega hvöt til að fremja hitt eða þetta, og ákafinn og ástríð- an verður enn þá ómótstæðilegri í múgnum, af því að þar hafa menn innbyrðis hver áhrif á annan, og þeir einstaklingar i múgn-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.