Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 9

Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 9
89 um, er kynnu að vera nokkru sjálfstæðari, eru í of miklum minni- hluta til þess, að þeir geti veitt straumnum viðnám; hið ýtrasta, sem þeir kynnu að geta, er að veita straumnum í aðra stefnu, með því að skjóta að mönnum nýrri hugsun; þannig er það al- kunnugt, hvernig t. d. hnittyrði getur orðið til þess, að hamla múgnum frá því að fremja grimmdarverk. Það sem einkennir einstaklinginn, þegar hann er staddur í múgnum, er þá þetta, að hann missir meðvitundina um mann- gildi sjálfs sín, en ómeðvita eigindir múgsins fá yfirráðin, geðs- hræringar annara hrífa geð hans og hann verður afarmóttæki- legur fyrir hugsanainnblástur. Hann er ekki framar með sjálfum sjer, en er orðinn viljalaus sjálfhreyfivjel. Það eitt, að hann er orðinn einn hluti múgsins, gjörir það að verkum að hann hrapar niður á lægra stig í menningarstiga mannkynsins. Meðan hann var einn sjer var hann ef til vill siðaður maður, i múgnum er hann siðlaus hrotti, er aðeins breytir eptir fýsnum sinum. Hann missir stjórnar á sjálfum sjer, verður æstur og ofsafenginn, en stundum fyllist hann og eldmóði, og getur þá framið verk, er virðast hreystiverk. Sakir þess hve auðveldlega orð, samlíkingar og þvíumlíkt, er ekki hefur nein áhrif á einstaklinginn, þegar hann er einn sjer, hefur áhrif á hann, þegar hann er i þessu ástandi, leiðist hann til að fremja verk, sem eru í ósamræmi við viðleitni hans, venjur og lifnaðarhætti. I múgnum er einstaklingurinn sand- korn með öðrum sandkornum, er vindurinn leikur sjer að. Jeg bið menn að taka eptir þvi, að jeg hef hvergi í greinarstúf þessum viðhaft hið niðrandi orð »skríll«, þegar jeg hef talað um múginn. Það geta þeir andans gæðingar gjört, er firrast umgengni við aðra menn og fá því ekki tækifæri til að sjá með eigin aug- um, hvaða breyting verður á einstaklingnum, þegar hann kemur í manngrúa. Látum oss ennfremur minnast þess, að þessi voða- legi sannleiki á ekki aðeins heima uni manngrúa, er þyrpist sam- an á götum og torgum; öldungis hið sama sálar- og lífeðlislög- mál ræður í kviðdómnum, þar sem ef til vill hver einstakur eið- svarinn kviðdómandi er mótfallinn þeim dómi, sem þeir hafa fellt í sameiningu; á þjóðþingum, þar sem lög og ályktanir eru sam- þykktar, sem hver einstakur þingmaður fordæmir í hjarta sínu; á kjörfundum, þar sem þingmaður er kosinn, sem reyndar enginn af þeim kjósendum, sem viðstaddir eru, mundi kjósa, ættu þeir að kjósa hver um sig; á aðalfundum, þar sem menn klappa þeirri

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.