Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 13
93
Angurkvein hóf það,
En Elskan mælti,
Er hún vængina
Upp nýjaði:
»Að miðla þjer öðrum
Megna eg eigi,
Vina þín vel trú,
Veik, en þó himnesk.
Aflmeiri vængi
Þá, er aldrei bráðna
Nje nýjunar þurfa,
Vængi, sem þig
Munu voldugir bera
Oðfluga fram hjá
Ollum sólum
Og beint til hinnar hæstu,
Þá mun þjer Dauði,
Minn þróttöflgari
Samtvíburi,
Síðar gefa.
Hr einlæti.
(Eptir Wergeland).
Ljett um grund fer lækur,
Leiðist ekki minnsta hót,
Fleygist yfir fausk og rót
Og fossar yfir steina.
Lágt und laufi greina
Löngum hlær í grasi dátt;
Særir lækinn svart og grátt
Að sjá og til þess vita.
Lækur smár vill lita
Ljótkað steinsins andlit hvítt;
Unnum tærum ótt og títt
Hann alltaf nýr og þvær hann.
Hvítan hann ei fær hann, —
Hitt er nóg: hann verður hreinn;
Hlaðinn leðju og leir var steinn,
I læk er velta náði’ hann.
Silfurskíran sjáð’ hann,
Svo eg einnig verða má,
Ef mjer vildi lækur ljá
I lófann vatns af falli.
Þó eg kalli og kalli,
Kvikur lækur hraðar sjer,
Vill ei tefja við hjá mjer
Og vatni í lúkur henda.
En á greinar enda,
Ein er slútir fram á straum,
Hoppar erla, í iðu flaum
Svo öllum vængnum dálpi.
Sjálfur hver sjer hjálpi,
Hef eg fugl þeim numið af;
Lækur vatn að gjöf mjer gaf,
En grípa eg hlýt það sjálfur.
Lit hve lopts um álfur
Líður fuglinn, hreinn er þóst,
Stirnir á hans strykið brjóst,
Er styrktir vængir bera.