Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 15

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 15
95 bláfátæk barnamóðir. Ætti hún eina kú, sent nú stæði geld. En það, sem þyngst lægi nú á hjarta sínu, væri það, að maðurinn sinn væri dauðveikur, og sig vanhagaði um það, sem honum væri nauðsynlegt til lífsviðurhalds og heilsubótar. Væri því erindi sitt þangað, að biðja hana um mjólkina úr fötunni við búrsdyrn- ar, en kvaðst þó litlu mundu geta launað, þótt vilja hefði hún til þess. Þykist Sesselja nú ieyfa álfkonunni mjólkina, án þess að til skulda verði krafizt, og að því búnu hverfur álfkonan. Nú vaknar húsfreyja snemma morguns, sem búkvenna er siður. Dettur henni þá í hug draumur sinn, og hyggur hún hann sem annað »draumarugl«, af þeim toga spunninn, sem eng- inn veit upptök eða enda á. Þó gat hún ekki að því gert, að henni fannst þessi draumur einna skilmerkilegastur þeirra drauma, er hana hefði dreymt. En til þess að þurfa nú ekki að vera lengi í efa um gildi draumsins, snarar hún sjer í fötin og vindur sjer fram. Þegar hún kemur að búrsdyrunum, þrifur hún til föt- unnar, en finnur skjótt að innihald hennar muni vera fremur rýrt. Verður húsfreyju þá fyrir að opna fötuna, og sjer hún þá, að fatan er galtóm, en þó þess lík, að mjólk hafi verið i hana látin, frá því að hún fór með hana síðast. Grennslast nú Sesselja eptir, hvort kýrin hafi komið heim um nóttina, og verður þess skjótt vísari, að svo hafi verið. Sjer hún þá, að draumur hennar hefur verið nokkuð á annan veg, heldur en draumar gerast venjulegast. Nú hugsar Sesseija með sjálfri sjer, að hún skuli framvegis á hverju kveldi láta mjólka hina sömu kú í sömu fötuna, og setja hana á sama stað, og sjá svo, hverju fram yndi. Er þetta svo gert í nokkur kveld og fatan jafnan tóm að morgni. Þegar vika er liðin, dreymir húsfreyju aptur eina nótt, að sama konan kemur til hennar og áður og er nú mjög glöð i bragði. Þakkar hún mjög vinalega fyrir alla mjólkina, og segist nú ekki lengur þurfa hennar með, því kýrin sín sje borin, maðurinn sinn búinn að fá heilsuna aptur og líðan þeirra yfir höfuð í góðu gengi. Þetta allt eigi hún húsfreyju að þakka og sem lítinn vott um þakklát- serni sína biður hún hana að þiggja muni þá þrjá, sem í fötunni sje. Sje það grænt klæði í pils, gullhringur og silfurkross. Muni þessa skuli hún svo síðan láta fylgja ættinni og muni farsæld fylgja. Krossinn skuli jafnan ganga til elzta sonar eða

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.