Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 17
97
er enn til, svo aö rannsókn á honurn getur verið nokkurs konar lykill
aö gildi hennar og gefið bending um, hvernig þess konar sögur geta
myndazt. — »Alfakrossinn« er nú eign Jónasar Jónssonar, Gottskálks-
sonar, (móöurbróður míns), á Syðra-hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði, og
hefur hann töluverðar mætur á eign þessari, þó líklega frekar fyrir það,
að hann er gömul ættarfylgja, heldur en að hann hafi svo mjög trú á
honum sökum ummæla þeirra, er í fyrstu vóru látin fylgja krossinum —
að því er sagan segir.1
Kr. H. Benjamínsson.
Framfærsla og sveitastjórn
á þjóðveldistimanum.
VÁTRYGGINGIN. Eitt af hinum þýðingarmestu varnarráðum gegn
sveitarþyngslum eða til þess að afstýra fátækt rnanna var vátrygging á
fjenaði og húsum, sem var lögboðin í hverju hreppsfjelagi2. Þessari
vátrygging var þannig fyrir komið, að ibúar hvers hrepps mynduðu
ábyrgðarfjelag fyrir sig, þannig að þeir ábyrgðust hver með öðrum þann
skaða, er verða kynni. Ef nú einn af hreppsbúum varð fyrir skyndi-
legu og óvæntu tjóni, þá gat hann krafizt skaðabóta hjá öllum hinum.
Til þess að hvetja menn til varkárni, var þó svo á kveðið, að sá, sem fyrir
tjóninu varð, jafnan skyldi bera hálfan skaða sjálfur, en hinum helm-
ingnum var jafnað niður eptir eignarhundruðum á alla aðra hreppsbúa.
Þó mátti sá hluti skaðabótanna, er kom á hvern bónda, aldrei nema
meiru en svo, að 6 álnir væru goldnar af hverju hundraði 6 álna aura,
eða með öðrum orðum næmi i°/0 af eign manna. Ef svo vildi til, að
fleiri menn biðu skaða á einurn missirum, þá skyldi jafnt öllum bæta,
til þess er 6 álnir væru goldnar af hundraði hverju. Ef þá eigi vannst
1 Herra Kr. H. Benjamínsson hefur sent oss j-álfakrossinn" til sýnis og höf-
um vjer fengið pórarinn málara porldksson til þess að teikna mynd þá af
bonum, er hjer með fylgir í tvöfaldri stærð. Krossinn er auðsjáanlega mjög
gamall og stafar ffá kaþólskri tíð, og hafa menn sjálfsagt borið hann á sjer
sem verndargrip. Það er lítill róðukross úr silfri, með Kristsmynd báðum
megin, sem nú er orðin mjög máð sökum slits. Snýr andlitsmyndin öðr-
urn megin meir til hægri, en hinum megin til vinstri. Þar sem krossinn
þannig er merkilegur forngripur, væri vel gert af eigandanum að ánafna Forn-
gripasafninu hann eptir sinn dag. Ritstj.
2 Um vátrygging þessa hefur EIMR. áður (I, 45—47) flutt nokkru, ýtarlegri
grein, þar sem tilfærðir eru tveir staðir úr sjáifum lögunum. En ekki þótti
þó liíýða, að sleppa að lýsa henni hjer, þar sem lýsing á henni á beinlínis
heima, og er nauðsynleg, til þess að fá yfirlit yfir sveítamálin í heild sinni.
7