Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 18

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 18
98 til þess, að hálfur skaði yrði bættur hverjum þeirra, þá skyldu bændur telja svo til, að þeim mun minna hefði hver þeirra af bótunum, sem þeir hefði minni skaða beðið. Hreppsþingin tiltóku ákveðinn gjalddaga, og væru bæturnar eigi greiddar fyrir þann tíma, mátti taka þær lög- taki eða með dómi. Vátryggingin á fjenaði náði þó ekki til alls kvikfjár, heldur að eins til þess hluta þess, er menn skoðuðu sem hinn helzta bústofn bóndans; en það var nautfjeð. Aptur var hvorki sauðfje nje hestar »mælt til skaðabóta«. Skaðabætur vóru og því að eins mæltar, að svo næmur sjúkdómur eða pest (fallsótt) kæmi í fje manns, að fjórðungur nautfjár hans eða meiri hlutur fjelli. Atti hann þá á hinum næsta hálfum mán- uði, eptir að fallsóttin ljet af, að kveðja til 5 nábúa sína, til þess að virða skaða sinn. Skyldi hann þá segja til skaða sins og sýna þeirn hold og húðir þess fjár, er af var farið. Hann skyldi og síðan vinna eið fyrir þeim, að sá væri skaði hai^, sem þeir hefðu virt eða meiri. Á næsta reglulega hreppsþingi skyldi hann svo segja til, hve skaði hans hefði virzt, og skyldu þá hreppsbændur bæta honum hálfan skaða. Brunabótaábyrgðin náði heldur ekki til allra húsa. Venjulega vóru að eins hin nauðsynlegustu bæjarhús mælt til skaðabóta. En þau vóru talin þrjú: stofa, eldhús og búr. Ef menn áttu bæði eldhús og skála (0: sjerstakt svefnhús, en sváfu ekki í eldhúsinu eins og títt var á 10. öld), þá skyldu menn kjósa á reglulegu hreppsþingi um vorið, hvort þeir vildu heldur að menn ábyrgðist með þeim eldhús eða skála. Brynni nokkurt þessara þriggja vátryggðu húsa, átti eigandinn að heimta til búa sína sína fimm og láta þá virða skaðann. Skyldu þeir eigi að eins virða skaða þann, er orðin var á húsum, heldur og á klæðurn þeim, gripum og matvælum, er inni hefðu brunnið. Pó skyldi þann einn klæðnað eða gripi til skaðabóta telja, er húsbóndi átti og hvern dag þurfti að hafa. En eigi skyldi gersimar nje (verzlunar)vöru enga til skaðabóta telja.'— Ef kirkja eða bœnahús var á bæ manns, þá var það hið fjórða hús, er mælt var til skaðabóta. Brynni kirkjan upp, skyldi með henni til skaðabóta telja kirkjutjöld og sönghús og klukku, þá er bezt hefði vevið, þá er inni hefði brunnið, ef fleiri hefði verið en ein, og það skrúð hennar allt, er hvern dag þurfti að hafa. Slíkt hið sama var mælt um bænahús. Þegar virðing hafði fram farið á löglegan hátt og eigandinn hafði sagt til skaða síns á hreppsþingi, þá vóru hinir aðrir hreppsbúar skyldir til að bæta honum hálfan skaða á sarna hátt og áð- ur var tilgreint. Skaðabótakrafan virðist og hafa verið jafngild, hvort sem eldurinn hafði upp komið af tilviljun einni eða var að kenna gáleysi annara, eða jafnvel þó eldurinn væri beinlínis af mannavöldum, annara en eigandans. Til þess að hvetja menn til varkárni, var þó ákveðið, að

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.