Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 19

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 19
99 menn skyldu eigi skyldir að gjalda hinum sama manni brunabætur opt- en þrisvar. Af sörnu ástæðum var og ákveðið, að ef bóndi rjeði sjer hjú úr annari þingsókn, skyldi hann ekki skilyrðislaust hafa rjett til bóta fyrir þann skaða, er slikt hjú kynni að valda, heldur skyldi það, þegar svo stóð á, vera komið undir frjálsum vilja bænda, hvort þeir vildu veita þeim manni, er hjá hafði brunnið, nokkrar brunabætur eða alls engar. SVEITARSTJÓRNIN. íbúar hvers hrepps kölluðust hreppsmenn og gat það orð i rýmsta skilningi átt við alla, sem áttu heima .i hreppn- um, jafnt ómaga og þurfamenn sem aðra. Optast táknaði þó »hrepps- menn« að eins þá hreppsbúa, sem þingfararkaupi áttu að gegna, eða með öðrum orðum þá, sem höfðu full og óskert þegnrjettindi og því urðu að gegna öllum þeim skyldum, sem þeim vóru samfara. Stjórn sveitarmálanna var sumpart í höndum hreppstjórnar og sum- part i höndurn hreppsþinga, sem höfðu álíka þýðingu fyrir hvern ein- stakan hrepp eins og lögrjettan fyrir allt landið. Hreppstjórnin var nefnd 5 manna, er kölluðust hreppstjórar eða hreppstjórnarmenn. Teir vóru kosnir af hreppsbúum á haustin og skyldu vera landeigendur. Tó gátu hreppsþingin gert undantekning frá þeirri reglu og þá jafnvel kosið griðmann (0: vinnumann) fyrir hreppstjóra ef það var samþykkt i einu hljóði. Hreppstjórarnir áttu að skipta niður sveitargjöldunum: þurfamannatíund matgjöfum og manneldi, og áttu þeir bæði að ákveða, hve mikið hver einstakur skyldi gjalda og og hverjum það skyldi greiða. Þeir áttu og að hafa umsjón með því, að þessi gjöld væru innt af hendi og kæmu í rjettan stað niður. Auk þess áttu þeir að höfða mál fyrir öll brot gegn sveitastjórnarlögunum, að svo miklu leyti sem þeir, er fyrir órjettinum urðu, höfðu ekki rjett til þess (t. d. hreppsómagar) eða vanræktu að gera það. Pegar hrepp- stjórarnir þannig komu fram sem sakaraðilar, kölluðust þeir hreppssóknar- menn eða blátt áfram sóknarmenn, og svo eru þeir optast nefndir i lög- unum. En auk þessara 5 hreppstjóra, sem vóru kosnir á haustin, gátu hreppsþingin á vorin kosið aðra 3 sóknarmenn, til þess að aðstoða hrepp- stjórana, og þessir þrir sóknarmenn áttu þá einkum að höfða mál fyrir brot á samkomumálum, fundarsköpum hreppsþinganna, ákvæðum um boð- un þeirra o. s. frv. Hreppstjórarnir fengu engin laun fyrir starfa sinn, nema sæmd þá, er stöðunni fylgdi. Þeir urðu og að inna öll hin sömu sveit- argjöld af hendi sem aðrir, og vanræktu þeir skyldur sínar sem hrepp- stjórnarmenn, urðu þeir að sæta sömu hegningu sem aðrir, er brotið höfðu gegn ákvæðum sveitastjórnarlaganna. Hreppsþingin vóru tvenns konar: regluleg hreppsþing og auka- hreppsþing. 1*

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.