Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 21
IOI
hreppsbóndi gat stefnt til hreppsfundar, þegar hann hafði eitthvert það
mál að flytja, sem þurfti skjótrar afgreiðslu. Tilefnið til þessara hrepps-
funda virðist optast hafa verið ýmsar vafaspurningar viðvikjandi fram-
færsluskyldu hreppsins. Þegar ómagi hafði verið færður einhverjum
bónda til franifærslu, en bóndinn ekki áleit sig skyldan til þess að fram-
færa hann og því vildi láta hreppinn taka að sjer framfærsluna, þá gat
hann stefnt til hreppsfundar, til þess að fá leyst úr þessari vafaspurning.
Hann átti þá að boða til fundar með 7 daga fyrirvara að minnsta kosti,
og senda út hreppsfundarboð; það var kross, sem bera skyldi bæ frá bæ
og jafnframt auglýsing um, hvenær fundurinn ætti að vera. Sá bóndi,
sem vanrækti að flytja hreppsfundarboðið áfrarn, er það kom til hans,
eða kom ekki á fundinn, var látinn sæta sektum. Væru menn ekki
komnir fyrir hádegi, var svo á litið, sem menn hefðu ekki sótt fundinn;
urðu menn þá eins að greiða fjesektir fyrir þvi, þótt fundarboðið hefði
aldrei komið á heimili þeirra, ef þeir að eins höfðu fengið vitneskju um
fundinn.
Á þessum aukahreppsþingum skiptu hreppstjórarnir manneldi, þegar
þegar slíks gerðist þörf, og gátu þeir þá eins skipt ómaga til eldis á þá,
sem ekki höfðu komið á fundinn, sem aðra. Reyndar var svo til
ætlazt, að hreppsbúar skyldu eiga kost á, að koma fram með mótmæli
sín gegn skipting manneldisins, en það var þó ekki álitið nauðsynlegt,
að þeir menn væru viðstaddir skiptinguna, sem sjálfir höfðu vanrækt að
koma og þannig látið það tækifæri til mótmæla ónotað, sem þeim hafði
verið boðið með fundarboðinu.
HREPPADOMURINN. Auk hreppstjórnarinnar og hreppsþinganna
höfðu menn og sjerstakan dómstól, sem kallaður var hreppadómur, til
þess að dæma í sveitamálum. Það var 6 manna dómur, og skyldi
sækjandinn nefna 3 innanhreppsmenn í dóminn, en verjandinn aðra 3.
Dómstaður skyldi vera í örvarskotshelgi utangarðs þess manns, er sótt-
ur var, og dómendur lúka sínum dómi sama dag og þeir komu til
dóms, en dómurinn settur fyrir miðjan dag. Hreppadómur skyldi jafn-
an vera rúmbelgan dag, en eigi um langaföstu nje löghelgar tíðir. En
annars gat hann verið á öllum tímum árs, nema um sjálfan alþingis-
tímann og tvær vikur fyrir og eptir alþingi (alls 6 vikna bil). Yrði
víti svo nærri alþingi, að eigi mætti sækja sökina að hreppadómi, skyldi
stefna málinu til alþingis og sækja það þar að þingadómi. Dómsköp
(reglur um flutning mála o. s. frv.) vóru í öllu verulegu hin sömu að
hreppadómi sem að þingadómi.
f*ær sakir, er sækja skyldi að hreppadómi, vóru einkum þessar:
1. Ef menn ólu eigi þá ómaga, er hreppstjórar höfðu skipt á hend-
ur þeim með rjettu;