Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 22

Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 22
102 2. ef menn gáfu eigi matgjafir þeim mönnum, er þeim var skipt að gefa; 3. ef menn guldu eigi tiund samkvæmt framtali og fyrirmæl- um laga; 4. ef menn greiddu eigi skaðabætur þeim, er brunnið hafði hjá eða orðið fyrir fjárskaða; 5. ef menn ólu utanhreppsmenn; 6. ef menn sóttu eigi hreppsfundi, þótt þeir vissu um þá; 7. ef menn báru eigi hreppsfundarboð, er það kom til þeirra. Gerði einhver hreppsmaður sig sekan í einhverju af þessu, skyldu hreppstjórarnir eða sóknarmennirnir stefna honum um það til hreppa- dóms á 7 nátta fresti, og sækja hann þar til að gera skyldu sína, og gjalda vítigjald, matgjald, sektir o. s. frv. sem lög mæltu fyrir. Risi málið út af matgjöfum, gat sá, er þiggja skyldi matgjafirnar, verið sókn- araðili i stað hreppstjóra eða sóknarmanns. Að hreppadómi mátti og sækja þá nienn, »er að skipum áttu búðir« (og er þar átt við farmenn eða verzlunarmenn, sem flestir rnunu hafa verið útlendingar), ef þeir ólu utanhreppsmenn, göngumenn eða barnbærar konur, þó þær væru hreppsmenn. Svo skyldi fara að allri sókn við skipamenn sem við bændur, nema að dómstefnuna skyldi þá leggja að heimili sækjanda, en ekki að búðurn þeirra, er sóttir vóru. Sækjandi mátti þá og hafa svo marga menn með sjer til dóms sem hann vildi, en verjandinn ekki fleiri en 10, eins og annars var ákveðið, að hvor málsaðili mætti með sjer hafa, er mál var sótt á hönd bændum. ALDUR OG UPPTÖK SVEITASTJÓRNARSKIPUNARINNAR. Framanskráð lýsing á framfærslu og sveitastjórn er algerlega byggð á ákvæðum Grágásarlaga um þetta efni, og bera þau fyllilega með sjer, að þau stafa frá kristni eins og þau nú liggja fyrir. Manni verður þá fyrir að spyrja, hvort þessi ákvæði muni hafa fyrst verið sett eptir að kristni var í lög tekin, eða menn hafi þegar í heiðni haft ákveðin lög um framfærslu og sveitastjórn, en að áhrif kristninnar og kirkjunnar hafi orðið þess valdandi, að ákvæðum laganna hafi verið breytt mjög mikið, svo að þau þannig hafi fengið þá mynd, sem þau hafa í þjóð- veldislögum þeim, sem til vor eru komin. Það er enginn hægðarleik- ur að svara þessari spurningu, enda hafa verið mjög skiptar skoðanir um þetta meðal þeirra fræðimanna, sem nokkuð hafa á það minnzt. Hinn sænski ríkisskjalavörður Nordström (nú dáinn) var á þeirri skoðun, að menn hefðu hefðu yfir höfuð á Norðurlöndum — og þá líka á Is- landi — ekki haft neina framfærsluskyldu eða sett nein lög um það fyrri en í kristni; en i heiðni hefði öllum verið fullkomlega heimilt að losa sig við þurfandi ættingja með því að bera út börn og fyrirfara ör-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.