Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 25

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 25
i05 við, eða af meðaumkvim með hinum bágstöddu, en ekki af því, að það væri nein lagaskylda. Að fátækraframfærslan algerlega stafar frá kristn- um tima, lýsir sjer líka í þeim anda, sem skin út úr ákvæðunum um hana. Það er sem sje ljóst, að öll fátækraframfærslan byggist á hinni kristilégu mannúðarreglu um bróðurkærleikann, að það sje skylda, að bjálpa nauðstöddum náunga, og að menn með þvi geri guði þægt verk, og því vóru gjafir til fátækra, sem menn gáfu ótilkvaddir og af frjáls- um vilja, skoðaðar sem sálugjafir. En slikur mannúðarandi lá mjög fjarri hugsunarhætti manna i heiðni. Pá var sú skoðun rikjandi, að allir, sem ekki væru til neins gagns fyrir þjóðfjelagið, heldur miklu fremur því til byrðar, hefðu heldur engan rjett til að lifa lengur en mönnum sýndist. Pessi skoðun gilti bæði um unga og gamla, hvitvoðunga og örvasa gamalmenni. Pess vegna var barnaútburður fullkomlega lög- heimilaður í heiðni. Sjerhver faðir hafði ótakmarkaðan rjett til að láta bera út barn sitt rjett eptir fæðinguna eða fyrirfara þvi á annan hátt, án þess að baka sjer nokkra lagalega ábyrgð. Og að menn optlega neyttu þessa rjettar, má sjá af þeim mörgu dæmum um barnaútburð, sem getið er i sögunum. Og langoptast var ástæðan hjá hinuni fá- tækari sú, að þeir höfðu ekki ráð á að uppala barnið, en hjá hinum betur megandi, að barnið var vanskapað eða veiklað, þótt aðrar ástæð- ur gætu og orðið þess valdandi. Hve djúpar rætur sú hugsun hafði fest hjá mönnum, að að minnsta kosti hinir fátækari yrðu að hafa rjett til að fyrirfara þeim börnum, sem þeir hefðu ekki ráð á að ala upp, sýndi sig bezt þegar verið var að lögleiða kristnina á Islandi. Bann kristn- innar gegn barnaútburði mætti sem sje af efnalegum ástæðum svo ákafri mótstöðu, að menn sáu sjer ekki annað fært en að sleppa þessu banni og hlíta hinni eldri löggjöf í þessu efni. Petta bendir einmitt á, að menn hafi ekki áður en kristni var i lög tekin haft neina lögbundna fátækraframfærslu, þvi ella hefðu menn getað vísað fátæklingunum á hana og ekki þurft að ganga að því, að leyfa barnaútburð. Par sem þó eitthvað 20 árum seinna tókst að afnema barnaútburðinn, þá er því full ástæða til að ætla, að það hafi verið því að þakka, að menn hafi þá verið búnir að koma á lögskipaðri fátækraframfærslu, svo að efnaleysið gat ekki framar verið afnáminu til fyrirstöðu, með þvi að hinir fátækari nú samkvæmt framfærslulögunum gátu fengið hjálp hjá hinum betur megandi, þegar þeir áttu fleiri börn en þeir sjálfir gátu alið önn fyrir. Engu betri var meðferðin á hrörlegum og veikluðum gamalmenn- um í heiðni. Þegar þau vóru orðin svo gömul og hrum, að þau gátu ekki framar orðið að neinu liði, þá skoðuðu menn þau hreint og beint sem byrði fyrir mannfjelagið, sem menn hefðu fullan rjett til að losa sig við og lóga, ef menn höfðu hvöt til þess af efnalegum ástæðum. Það

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.