Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 27
107
í Fornmannasögunum (II, 222—8) er þriðja frásögnin um annað
óáran, er varð 10 árum seinna (985), og svipar henni mjög til hinna.
Er þar fyrst sagt, að þá hafi gerzt svo mikið hallæri á íslandi, að fjöldi
manns hafi dáið af sulti. Því næst er sagt frá því, að mikilsháttar
maður einn í Skagafirði, er hjet Svaði, hafi einn morgun kallað saman
rnarga fátæka menn og boðið þeim að gera eina mikla gröf og djúpa
skammt frá almannaveg. Urðu hinir fátæku þessu mjög fegnir, þvi þeir
vonuðust eptir að fá svo mikið fyrir vinnu sína, að þeir gætu slökkt hung-
ur sitt. En um kveldið, er þeir höfðu lokið grafargerðinni, leiddi Svaði
þá alla í eitt lítið hús, og byrgði siðan húsið og sagði þeim að næsta
morgun skyldi þá drepa og jarða i þeirri miklu gröf, er þeir hefði sjálfir
gert (sem líklega á að skiljast svo, að hann ætlaði að grafa þá lifandi
og láta þá deyja í gröfinni). Þetta fór þó á annan veg en ætlað var,
því svo bar til, að Þorvarður hinn kristni Spakböðvarsson fór sömu
nóttina um hjeraðið að erindum sínum; og lá leið hans snemma um
morguninn fram hjá húsi því, er hinir fátæku menn vóru i innibyrgðir;
'heyrði hann þá kveinstafi þeirra og spurði, hvað þeim væri að angri.
En er hann varð hins sanna vis af þeim, bauðst hann til að frelsa þá
og fæða þá alla á búi sínu meðan hallærið stæði, ef þeir vildu taka
kristni og trúa á sannan guð. Pað kváðust hinir fátæku gjarnan vilja,
og tók þá Þorvarður slagbrandana frá dyrunum og hafði fátæklingana
heim með sjer og ljet þar skira þá og kenna þeim heilög fræði.
»A þeim sama tíma, sem nú var áðr frá sagt, var þat dæmt á
samkvámu af héraðsmönnum, at fur sakir sultar ok svá mikils hallæris
var leyft at gefa upp gamalmenni ok veita enga björg, svá þeim, er
lama váru eðr at nökkuru vanheilir, ok eigi skyldi herbergja þá«. Og
þetta skyldi jafnt gilda um foreldra og nánustu ættingja, sem aðra, er
þeir vóru svo hrumir, að þeir gátu ekki framar álitizt að vera til gagns
fyrir mannfjelagið. Og þegar þetta var samþykkt, »gnúði á hin snarp-
asta hríð með gnístandi frostum«, svo auðsætt var, að þessir hjálpar-
lausu veslingar ættu dauðan visan, er þeir vóru þannig reknir út á gadd-
inn. En er belzti höfðinginn i sveitinni, Arnór kerlingarnef, kom heim
af samkomunni, gekk móðir hans, Puríður, fyrir hann og hjelt yfir hon-
um þrumandi ræðu, og leiddi honum fyrir sjónir, »hversu úheyrileg
og afskapleg úmennska þat var, at maðr skyldi selja í svá grimman
dauða föður ok rnóður eðr aðra náfrændr«. Pessi ræða kerlingar hafði
svo mikil áhrif á Arnór, »at hann sendi sína heimamenn á næstu bæi
at samna saman öllu gamalmenni ok þvi, er út var rekit, ok flytja til
sín, ok lét þá næra með allri líkn«. Daginn eptir stefndi hann svo
aptur til fundar og hjelt þar langa ræðu fyrir bændum, þeim er hann
hafði yfir að ráða, og kvað þá skyldu sæta afarkostum af sinni hálfu,