Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 30
110
því, að menn svo sjaldan notuðu rjett sinn til þess að lóga örvasa
gamalmennum, hafi einmitt verið að þakka kristnum áhrifum. Þorvarð-
ur, sem frelsaði fátæklingana, er Svaði ætlaði að drepa, var kristinn
maður, og að Arnór kerlingarnef og móðir hans hafi lika orðið fvrir
kristnum áhrifum, má álíta vafalaust, því hann talar í ræðu þeirri, er
hann hjelt fyrir bændum, um »sannan guð, er sólina hefir skapað«,
sem hann hafi heyrt sagt, að »liki vel mildi ok réttlæti«, og stingur
upp á, að menn skuli heita, að »trúa á hann ok engan guð dýrka utan
hann einn«, ef hallærinu linni bráðlega. Er næsta liklegt að þetta megi
setja i samband við kristniboð Friðreks biskups og Þorvalds Koðráns-
sonar á Norðurlandi, er einmitt fór fram fám árum á undan. Eins
virðist og Áskell, er talaði á Reykdælafundinum gegn því að bera út
börn og drepa gamalmenni, hafa verið kristinn maður eða að minnsta
kosti að hafa orðið fyrir kristnum áhrifum, þvi hann leggur til, að
»gera skaparanum tign í því«, að skjóta saman fje til þess að hjálpa
gömlum mönnum og fæða upp börnin.
í>ó menn nú að vísu ekki geti reitt sig fyllilega á orðalagið í þess-
urn frásögnum, þar sem þær eru ritaðar af kristnum höfundi, þá virðist
þó að minnsta kosti svo mikið vist, að það hafi verið beinunr eða
óbeinum áhrifúm kristninnar að þakka, að hinum fyrirhuguðu grimmdar-
ráðum gegn börnum og gamalmennum varð ekki framgengt i hinum
umræddu hjeruðum. Retta styrkist og við frásögnina i Landnámu, þar
sem sagt er, að menn hafi árið 975 látið drepa gamalmenni og ómaga
og hrinda fyrir hamra, sem verður þá að skiljast svo, að þetta hafi verið gert
í öðrum sveitum, þar sem áhrif kristninnar vóru ekki orðin eins mikil.
Par sem það nú á Reykdælafundinum er lagt til og samþykkt, að
efla til frjálsra samskota til þess að hjálpa börnum og gamalmennum,
þá sýnir þetta að vorri skoðun ljóslega, að menn hafa þá ekki haft
nein'a lögskipaða framfærsluskyldu, því annars hefðu menn ekki þurft.
að taka til frjálsra samskota. Ef menn hefðu haft lögskipaða sveitar-
frarnfærslu, þá hefðu hreppstjórnarmennirnir getað skipt ómögunum nið-
ur á hina betur megandi, og þeir hefðu þá verið skyldir til að ala þá,
hvort sem þeim var það ljúft eða leitt. Á hið sama bendir og sam-
þykktin á hinum siðara fundi Arnórs og Skagfirðinga. Rar var sam-
þykkt, að hver maður skyldi ala föður sinn og móður, og þeir, er betur
mætti, einnig aðra náfrændur sína. Ekki var nú frekar i farið. Fjar-
skyldari ættingja máttu menn »gefa upp«, og himr fátækari rneira að
segja náfrændur sína, ef þeir höfðu ekki ráð á að ala fleiri en foreldra
sína, án þess að með einu orði sje bent á, að þessir aumingjar, sem
þannig var visað út á gaddinn, gætu krafizt þess, að sveitin eða landið
sæi fyrir þeim, sem menn hefðu þó sjálfsagt gert, ef slík framfærslu-
skvlda hefði þá verið til.