Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 34

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 34
að kippa þessu í lag. En mjer þætti gaman að vita, hvar þú átt heima.« »Það er nú ekki meira en fimm mínútna gangur þangað«, svaraði hún og greikkaði sporið eins og til að vísa honum til vegar. Keisarinn gekk á eptir henni og komu þau nú inn í þrönga götu, þar sem ekki var nema eitt ljósker, er hjekk í taug yfir þvera götuna. Þar opnaði hún dyrnar á fátæklegu húsi og gekk inn í herbergi á neðsta gólfi. Sat þar gömul kona við vinnu sína og brann á messingarlampa hjá henni. »Hvað er þetta, ert þú komin, María«, sagði hún hálfhissa, þegar hún kom auga á stúlkuna, sem var orðin rauð í kinnum af kuldanum, «hann hefur orðið að taka til fótanna, hann Ágúst, þvi það eru ekki nema fáeinar mínútur síðan hann fór.« Nú tók gamla konan fyrst eptir ókunnuga manninum, sem kom með dóttur hennar, og stóð hún þá snarlega upp, til þess að virða þennan vafagemling dálítið fyrir sjer. Keisarinn tók varla eptir því. Hann einblíndi á ungu stúlk- una, sem var dásamlega fögur sýnum og naut sín svo ljómandi vel í bjarmanum, sem lagði af lampanum. Hún hafði ljóst hár, næstum hrafnsvört augu, og hin löngu augnahár vörpuðu dökkum skuggum á hinar blómlegu og flaujelskenndu kinnar hennar. Hún var há og grönn, með rósrauðar varir, og var allur skapnaður hennar sem yndisleg endurspegiun af æsku, fjöri og heilbrigði. Á hlið að sjá minnti andlit hennar á myndir af Albaníukonum, og þegar hún brosti, var eins og sólskini slægi yfir allt andlitið. Hún leit út fyrir að vera tæpra nítján ára. María sagði nú rnóður sinni, hvað fyrir hana hafði kornið. »Ef ekki hefði viljað svo til, að jeg gekk þar um, þá hefði það, svei mjer, komið þeim á kaldan klaka«, skaut keisarinn inn í, »en nú þurfið þið ekki að bera neinn kvíðboga fyrir því; nú fær enginn neitt að vita um það.« Síðan sneri hann sjer að stúlkunni og sagði í dálítið lægra róm: »En með hverju ætlar þú nú að launa mjer þetta?« María varð rjóð út undir eyru, en þagði. »Komdu«, hjelt keisarinn áfram, og reyndi að teygja hana að stórri kistu, sem stóð við bakvegginn í herberginu og í stað legubekkjar. »Komdu, Maria, jeg þarf að tala dálítið við þig.« Stúlkan hreyfðist ekki úr sporunum, en stóð grafkyr.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.