Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 42

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 42
122 boðliðinn aptur og bað marskálkinn að koma inn í borðsalinn, þar sem hans hátign og Berthier hershöfðingi vóru þegar seztir undir borð. Jafnskjótt og Lefebvre kom inn úr dyrunum, sneri keisarinn sjer við, breiddi út arma sína á móti honum, eins og hann ætlaði að faðrna hann að sjer, og mælti kátbroslegur í bragði: »Góðan daginn, góðan daginn, hertogi góður!« »En, yðar hátign, hvernig.......« »Komið þjer nær hertogi góður! Hvernig getur yður dottið i hug, hertogi góður, að standa kyr þarna út við dyrnar? Komið þjer hingað, hertogi góður, og setjið yður við hliðina á mjer.« Lefebvre vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, og settist við hið ríkmannlega dögurðarborð með viðlíka bragði og maður, sem finnst með sjálfum sjer, að verið sje að leika á hann, en hefur þó ekki almennilega hug til að mæla á móti. Keisarinn ljet þó ekki vandræðasvip marskálksins fá agnar ögn á sig, heldur hjelt áfram að kalla hann »hertoga« í annari hverri setningu, og brýndi að lokum raustina og sagði: »Heyrið þjer, hertogi minn góður, það hefur úr áreiðanlegum stað borizt mjer til eyrna, að yður þyki so dæmalaust gott súkku- laði. Segja menn þetta satt? Þykir yður súkkulaði í raun og veru so íjarskalega gott, hertogi góður?« »Já, yðar hátign, en ..'..« »Rjett, hertógi góður! Það gleður mig að sagan er sönn. Því miður get jeg ekki boðið yður bolla af súkkulaði við þennan dögurð. Jeg var að hugsa um það í morgun, en gleymdi að segja matreiðslumanninum það. Aptur er mjer sönn ánægja í því að rjetta yður pundsfjórðung af ágætis súkkulaði frá þýzka kryddsal- anum i Danzig . . . Það var sannarlega fallega af sjer vikið af yður að vinna þá borg, og mjer hefur því hugkvæmzt, að það væri sanngjarnt, að þjer fengjuð eitthvað týrir ómakið, þó það aldrei verði nema — ein súkkulaðikaka«. Að svo mæltu stje keisarinn með kankvíslegu brosi undan borðum, gekk að skattholi sínu og tók úr því lítinn böggul af- langan, er silfurpappír var vafið utan um, og rjetti hann að Lefebvre með þessum orðum: »Hertogi góður! Mjer hlotnast hjermeð sá heiður, að rjetta yður vel veginn pundsfjórðung af ósviknu súkkulaði, og vona jeg að þjer látið svo lítið að þiggja þessa litilfjörlegu gjöf mina. Með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.