Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 43

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 43
123 hálfum hleif og með höllu keri fjekk jeg mjer fjelaga, segir gamall orðskviður«. Lefebvre þakkaði með brosi, sem ekki var laust við að hann yrði að gera sjer upp, og stakk súkkulaðinu á sig. Var síðan tekið til óspiltra málanna við snæðinginn og að honum setið með mestu kátínu, enda sparaði keisarinn ekki að bæta mönnum þrá- faldlega í munni með smávegis fyndnisglettum. A borðinu var margt rjetta, en eins og í öndvegi á því miðju var forkunnar falleg lifrarkæfa krydduð með kúlusveppum, og var hún hvorki meira nje minna en gerð í liking við sjálfa borgina Danzig (þó líkingin reyndar ekki væri neitt sjerlega blekkjandi). Þegar nú átti að taka til þessarar krásar, fór keisarinn á ný að glettast til við nýbakaða hertogann: »Finnst yður ekki, hertogi góður, að það sje rækallans vel til fundið af matreiðslumanninum að tarna? En það snjallræði að láta lifrarkæfuna einmitt vera sona í lögun, og hvað það á líka vel við tækifærið! . . . Nú, nú, hertogi góður, takið nú hnífinn og gaffalinn og sýnið okkur Berthier, hvernig þjer fóruð að því að »vinna« Danzig. Hvar ætlið þjer nú fyrst að höggva skarð í múrinn? Það verður gaman að sjá, hvernig fyrstu árásinni reiðir af«. Marskálkurinn gerði sem fyrir hann var lagt og hlutaði kæf- una sundur, en keisarinn og Berthier engdust sundur og saman af hlátri á meðan hann var að því. Hjelt svo keisarinn samtalinu áfram með sömu kátínunni og glettninni unz upp var staðið. — Þegar Lefebvre kom heim til sín, tók hann litla böggulinn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.