Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 47
127 guði skuli hjartanu oflra, og þetta er sætara en »manna« milll tannanna« (Hrs. Rasks 107, 199. bl.). Ekki hef jeg sjeð tóbaksnautn álasað í öðram andlegum ritum, og er þó sízt fyrir að synja, að fundið kunni að vera að henni viðar í þeim aragrúa af guðsorðabókum, sem til eru á íslenzku, bæði prentaðar og óprentaðar, því það var altítt, að prestar í Danmörku úthúðuðu tóbakinu i ræðum sínum og ritum, og er líklegt, að íslenzkir prestar hafi dregið dám af stjettarbræðrum sínum i Dan- mörku, ekki síður i því en öðru. Aðfinningar þær við tóbaksnautnina, sem færðar hafa verið til, hafa eflaust einkum átt við óhóf í þessa átt, en á hinn bóginn töldu menn tóbak hollt, þegar þess væri neytt i hófi. Sjera Stefán Olafsson segir (I, 320-—21), að neftóbak sje gott við kvefi, hósta og mæði, mv.nntóbak eigi við slirni i munni og tannpinu, tóbak lækni augnverk og reyktólmh sje gott i leiðindum. I öðrum vísum segir sjera Stefán, að tóbak sje gott við heilaveiki, brjóstmæði, vatnssýki, blóðnösum og kvefi, en ef þess sje neytt óhóflega, þá deyfi það sjón og lykt og hafi í för með sjer slen og matleiða. Auk þess »svartbrenni það part ennis« (I, 321—22). Pess er getið víðar i kvæðum sjera Stefáns, að heilsubót sje að tóbaki, og sjera Hallgrímur Pjetursson klykkir skammirnar um tóbakið út með vísu þessari: svefnbót er fín, sorg hugarins dvín; sannprófað hef jeg þetta. Tóbakið hreint fæ gjörla’ jeg greint gerir höfðinu ljetta, skerpir vel sýn, (II, 413—H)- Óhóf í tóbaksnautn þótti fara illa á öllum, en einna verst á prest- um og öðrum lærðum mönnum, og er drepið á það i brjefi frá Brynj- ólfi biskupi Sveinssyni til klerka i Vestfirðingafjórðungi 1645 *: »Prest- ar sjeu hófsamir, sjái við ofdrykkjum brennivins og tóbaks, hvar af mörgum hefur því miður hneyxlan orðið í þessu landi« (Ny kgl. Sarnl. 1847, 4^0, 77. bl.). Ekki hefur þó Brynjólfur biskup amazt við allri tóbaksnautn, því menn hafa sögur af því, að hann hafi sjálfur keypt tóbak. í reikningi Páls Kristjánssonar kaupmanns í Hólmi1 2 til Brynj- ólfs biskups 1658 er talið tóbakspund á 30 fiska (Brjefabók Brynjólfs biskups. Hrs. ÁM. 272 fol., 21. bl.), og vorið 1664 sendi Árni Páls- son biskupinum tóbaksbita, sem vo hálfa 7. mörk, en veturinn áður hafði hann sent honum 7 merkur af tóbaki (ÁM. 275, 357. bl.). Ýmsir gjörningar eru til frá 17. öld, þar sem drepið er á tóbak, og skal jeg nú geta þeirra. 1632 var lesinn upp á alþingi dórnur Magnúsar sýslumanns Bjarna- sonar um hlut í Vestmannaeyjum, sem kallaður var tómur, tóbakssölu og fleira. Úrskurður Árna lögmanns Oddssonar var líka lesinn þar upp (Alþingisbók 1652, nr. 6). 3. október 1639 sættust þeir á Dröngum á Skógarströnd sjera Ás- mundur Eyjólfsson og Ámundi Brandsson á mál það og óvild, sem risið hafði á milli þeirra út úr nokkrum álnum tóbaks (Hrs. Thotts 2109, 4to). 1 Sbr. brjef Þórðar biskups, sem seinna verður drepið á. 2 Þ. e. Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.