Eimreiðin - 01.05.1898, Blaðsíða 49
I 29
jeg alvarlega þá, sem þetta eða slíkt gera, að leggja það at eður ávísi
yfirvaldinu, ef þrjóskast vilja og prestanna góðum og guðrækilegum á-
minningum ei hlýða, og með þvi svoddan óviðurkvæmileg höndlan er
ljót og lastverð hjá veraldlegum mönnum, hvort þeir eiga meira eður
minna að sjer, þá viti kennimennirnir eður andlegrar stjettar menn, að
hún er enn ljótari og óviðurkvæmilegri þeirra á meðal, sem eiga að
vera guðs trúir tilsjónarmenn, einskis skemmilegs ávinnings gírugir,
heldur spegill og fyrirmynd guðs hjarðar. Parmeð og svo er öllum
augljóst, að konglegrar majestets ordinantia befalar, að prestar skuli ei
kaupmannsskap brúka af öðru en þvi, sem þeirra kall og benificia im-
portera og af sjer gefa.« (Hrs Lbs. 101, bls. 114.—117.).
1678 auglýsir Jón sýslumaður Runólfsson á alþingi dóm genginn
að Fáskrúðarbakka í Miklaholtshrepp 25. maí »um þá óleyfilegu og
okurssömu tóbakshöndlan, sem alminnilega rómast hjer í landi tíðkuð
sje.« Þingmenn frestuðu málinu til næsta alþingis. »þvi svoddan þurfi
bæði með varygð og röksemd að ályktast, þar sem allt landið áhrærir«,
en þangað til skyldu sýslumenn sjá svo til, að »sú óviðurkvæmilega ok-
urs og ójafnaðarhöndlan á tóbaki líðist ekki umvöndunarlaust eður utan
sekta af nokkrum manni«. (Alþbók 1668, nr. 40).
Arið eptir eða 1679 er kveðið á á alþingi »um tóbakshöndlun
hjer i landi, hvað haldast skuli.« Fyrst er talað um óhæfilega og
skaðsama tóbakssölu »með ótilheyrilegri okurs aðferð, sem um mörg
ár í þessu landi svo tíðkazt hefur og ætið meir og meir í vöxt fer«,
og er sagt, að af henni leiði »þessa lands innbyggjara, svo búenda sem
þjónustufólks, eldra og yngra, fordjarf og útörmun«; lýstu lögmenn og
lögrjettumenn þvi yfir, að tóbaksverzlun væri »ei alleinasta ónauðsynleg,
heldur og svo margfaldlega skaðleg«, þar sem ein alin tóbaks »af al-
mennilegu rullu- eða skrúftóbaki« væri seld á 6, 8, 10, 16 og jafn-
vel 20 fiska, og þar á ofan væri tóbakið stundum skemmt. I kaup-
staðnum fengist tóbak ekki með betra verði en á 15, 20 eða 30 fiska
pundið. Dæmdu þingmenn »fyrir svoddan landsins og þess innbyggjara
stórnauðsynjar*, að eptir þetta mætti ekki selja tóbaksalin dýrara manna
á milli, en fyrir fiskvirði; skyldi þó tóbak þetta vera ófúið og óskemmt
og skyldu fara 10 álnir i pundið, en ef tóbakið væri betra eða verra,
skyldu sýslumenn eða hreppstjórar i hverri sýslu ákveða verð á þvi.
En ef dýrara væri selt, en á væri kveðið, þá skyldu bæði kaupandi og
seljandi gjalda konungi fjórar merkur í sekt, og tóbakið auk þess upp-
tækt; skyldi sá, er ljóstaði málinu upp, hafa þriðjung andvirðisins, en
sýslumaður tvo hluti. Ef sýslumenn eða hreppstjórar ljetu þá menn
hlutlausa, sem seldu tóbak dýrara, en tekið var til, þá skyldu þeir
sjálfir sekir 4 mörkum, og er þeim jafnvel hótað embættismissi, »því
óliðandi er, að þeir, sem kongleg majestet tiltrúað hefur að vandlæta,
það mögulegt vera má, um þennan og annan skaðlegan landsins ó-
sóma, til styðji eður samvitandi sje, það fátækt föðurland þvílika for-
djörfun og útörmun liði.« Enn skyldu sýslumenn banna dönskum kaup-
mönnum i kaupsetningum sínum á ári hverju, að selja íslendingum tó-
bak dýrara en góðu hófi gengdi, en allrasízt fyrir fisk eða önnur mat-
væli, þvi það væri sannreynt, að margir fátæklingar hefðu orðið blá-
fátækir vegna óhæfilegrar tóbaksnautnar, helzt við sjávarsíðuna, og lagzt
9