Eimreiðin - 01.05.1898, Side 50
130
svo upp á fátæka bændur; skyldi dómur þessi standa þangað til kon-
ungur skipaði öðruvisi fyrir. (Alþb. 1679, nr. 23).
Svo lítur út, sem alþingissamþykt þessi hafi ekki hrifið, því í brjefi
Kristjáns konungs V., 4. maí 1684, er bannað meðal annars, að pranga
með tóbak; er gert ráð fyrir, að prangararnir kaupi það af kaupmönn-
um á sumrin og selji það svo aptur fyrir okurverð, einkum við sjávar-
síðuna. (Lagasafn Magnúsar Ketilssonar). I samþykt um verðlag á út-
lendri vöru upp til sveita á Islandi, á Bessastöðum 2. apríl 1685, er
aptur drepið á tóbaksokur: »Tóbak, sem taxtinn (1684) um getur, sje
á engan hátt leyfilegt meðal landsmanna, til ábata að seljist, eður út
aukist, sem í sannleika bevísanlegt er, að sje landsalmúga til stórs
skaða og útörmunar, heldur haldist eptir þvi, sem það ár 1679, þann
4. júli af lögmönnum og lögrjettu ákvarðað var«. Oska þeir, sem undir
rita, að konungur vilji samþykkja bæði samþykkt þeirra og tóbaksdóm-
inn 1679, og skjóta svo málinu til næsta alþingis (Hrs. Magnúsar
Stephensens 31). Par var fallizt á ákvæði þessi, og var málinu vísað
»undir háyfirvaldsins confirmation« (Alþb. 1685, nr. 31).
Enn gaf konungur út brjef til biskupa beggja og Pingels amt-
manns um sforboð á tóbaks og brennivíns okri« 3. júni 1746. Þar
er sagt, að sumir menn kaupi á sumrin mikið af tóbaki og brennivíni
og selji það svo fyrir ránverð á veturna og á vorin; er þetta þver-
bannað og skyldi sá sæta kirkjuaga, sem gerði sig sekan í þvi fram-
vegis. Tóbak það og brennivín, sem hann kynni að hafa undir hönd-
um, skyldi upptækt, skyldi konungur fá helming verðs, en hinum helm-
ingnum skyldi skipta jafnt á milli þess, sem ljóstaði brotinu upp, og
fátækra barna i sókninni. Sömu refsingu skyldu embættismenn þeir
eða prestar sæta, sem fengjust við tóbaks eða brennivíns okur, og
missa embætti sitt þar á ofan (Lovsaml. f. Isl. II, 598—99, 625;
sbr. 743—44).
I gjörningum þeim, sem færðir hafa verið til, er kvartað sáran yfir
okursölu á tóbaki, enda mun hún hafa verið tíð mjög, en engar sögur
fara af mönnum þeim, sem fengust við hana, nema Bauka-Jóni einum.
Hefur hann eflaust verið merkastur þeirra manna, sem brölluðu með
tóbak og aðra óþarfa vöru.
1672 komst Jón sýslumaður Vigfússon yngri í Borgarfjarðarsýslu
(seinna biskup á Hólum (1674) 1684—90) í mál út úr tóbaksrullum,
sem hann hafði fengið frá Hollandi, en þá var íslendingum þverbannað,
að verzla við aðra en Dani. Jón sýslumaður sigldi út úr máli þessu,
kom sjer í mjúkinn hjá Griffenfelt, sem þá rjeði lögum og lofum, og
fjekk hjá honum veitingu fyrir Hólabiskupsdæmi þegar Gísli biskup
Porláksson væri látinn. Gisli biskup dó 1684 og vildi Jón þá setjast í
biskupsembættið, en honum var illa tekið og höfðu norðlenzkir prestar
það á móti honum meðal annars, áð hann hefði okrað með tóbak og
brennivín, eptir að hann tók biskupsvígslu.
3. júli 1685 nefndu Þórður biskup Porláksson og Christopher Heide-
mann landfógeti 7 klerka á alþingi, til að rannsaka ákærur þær, sem
prestar i Hólastipti höfðu látið bera fram fyrir konung á móti Jóni
biskupi Vigfússyni; hafði Kristján konungur V. boðið þeim það með