Eimreiðin - 01.05.1898, Page 51
i31
brjefi, dagsettu 22. nóvember 1684, og skipaði hann þeim að láta sig
vita úrslit málsins sem fyrst. Rannsókn málsins er mjög löng og flók-
in, og skal þess að eins getið hjer. með fám orðum, sem snertir tóbak
eða tóbakssölu.
I annari grein í kæru prestanna er þess getið, að Jón biskup hafi
verið settur frá sýslu sinni »fyrir tóbakshöndlun, sem hann við fram-
andi óprivilígeraðar nationes bmkað hefur«, þvert á móti konungsbrjefi;
báru prestarnir fram vottorð, sem tveir lögrjettumenn höfðu eiðfest á
Heynesþingi 3. ágúst 1672, um að Torfi Hákonarson, »sem þá var
með þeim hollenzku ófríhöndlurum«, hefði lýst því yfir i lögrjettu, að
Jón sýslumaður hefði kej^pt af sjer tóbak, en hann kvaðst hafa markað
tóbakið með K. M. eða marki konungs. Nú höfðu tveir menn svarið,
að ekkert mark hefði sjezt á tóbaksrullunum annað en það, sem hefði
verið á þeim frá Hollandi, og þótti klerkunum ekki gott að koma þessu
saman. Enn sór Hannes Teitsson á Skaga á Akranesi, að hann vissi
ekki betur, en hann hefði geymt þetta tóbak fyrir Jón sýslumann og að
vinnumaður hans hefði sótt til sin þessar 6 tóbaksrullur á bestum frá
Leirá og flutt þær þangað.
Jón biskup færði sjer það til málsbóta, að hann hefði spurt að þvi
á leiðarþingi að Leiðmóti við Laxá 24. ágúst 1671, hver eiga skjddi
þessar 6 tóbaksrullur og hvernig með þær skyldi fara; lýsti Hannes þvi
þar j'fir, að Torfi Hákonarson hefði komið með rullurnar til sín og
skilið þær eptir í reiðileysi, því ekki hefði hann talað þar að einu orði,
að Jón sýslumaður hefði keypt þær af sjer, og hvorki hefði sýslumað-
ur nje nokkur af mönnum hans beðið sig að geyma þær. Pingmenn
kváðust ekki geta skorið úr, hver ætti tóbakið, og vísuðu málinu til úr-
skurðar Sigurðar lögmanns Jónssonar. Enn kom Jón biskup fram með
dóm, genginn að Leirá 13. febrúar 1672, og höfðu 6 menn dæmt þar
með Sigurði lögmanni, að flytja skyldi tóbakið til Bessastaða, eins og
annað »ófríhöndlara góss«. Var tóbakið nú flutt suður og lagði biskup
fram vottorð frá Oluf Jonsen Klov, um að hann hefði tekið við 4 1
tóbaksrullum. En að því er snerti mörkun á rullunum, kvaðst Jón
biskup hafa sagt á alþingi 1671, að hann hefði markað þær með marki
konungs, K. M., með krít, og við þennan framburð stóð hann enn;
sagðist hann ekki geta að því gert, þó markið hefði máðst af, eða þótt
því hefði verið breytt. Klerkarnir vóru óánægðir með afbatanir biskups,
en hann kvaðst ekki geta sannað framburð sinn betur, en hann hefði
gert, þvi Torfi Hákonarson væri dáinn.
Ériðja ákærugreinin, sem norðlenzku klerkarnir báru á Jón biskup,
var, að hann hefði fengizt við verzlun, engu siður en verzlegir »Handels-
menn«, og að hann hafi »stóra höndlan haft með tóbak og með einu
excessive háu verði (eptir þvi, sem heyrt höfum) hjer í landinu fortsett
og drifið*. Sögðu klerkarnir, að þessi verzlun Jóns biskups væri mörg-
um mönnum kunnug, og skyldu þeir sanna, ef Jón bískup bæri á móti,
að hann hefði selt tóbak dýrara, en væri kveðið á i alþingisdóminum
1679. Biskup, landfógeti og ýmsir klérkar kváðust ekki vita'fullar sögur
1 Ekki gat biskup þess, hvað orðið hefði af þeim tveimur rullum, sem á
vantaði.
9*