Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 52

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 52
132 á þvi,- að Jón biskup hefði selt tóbak með »excessive« háu verði, »þó þeir ei neiti sig heyrt hafa almennan róm um hans tóbakssölu«. Jón biskup var nú spurður að, hvort hann neitaði þvi, að hafa selt tóbak, en hann svaraði, »að þó hann tóbak selt hafi dýrara, en alþingissam- þykkt 1679 ákveður, þá hafi það skeð sjer og sínu heimili til forsorg- unar og viðurhalds, þar sem ei annað til uppeldis haft hafi en sinar eignir i svo margt ár«. (Hrs. Lbs. 101, 4to., bls. 176.—91; sbr. Árb. J. Esp. VII, 72, 73, 113; VIII, 10, 11; sbr. bls. 20). Alltaf átti Jón biskup við ramman reip að draga, eptir að hann kom að Hólum, og átti i málum til dauðadags; en Pórður sonur hans vann öll mál föður sins fyrir hæstarjetti 1693 að honum látnum og varð síðan hinn merkasti maður. Jón Espólín segir, að óvinir Jóns biskups hafi kallað hann Bauka-Jón, af þvi hann hafi selt »i smábaukum það, er hann kallaði dýrindi nokkur«, en liklegra er, að nafnið sje dregið af þvi, að biskupinn hafi selt neftóbak, og að þessi dijrindi hafi einmitt verið neftóbak, ef til vill bætt á svipaðaðan hátt og enn tíðkast, með tóbaks- baun eða tóbaksdropum. Að þvi er snertir verðlag á tóbaki á 17. öld, þá er fýrst getið um það i taxtanum 1684, og kostaði þá eitt pund af góðu »stök-tóbak« 12 fiska, ef það var borgað i fiski eða lýsi, en 13 fiska ef borgað var i öðrum vörum. Eitt pund af góðu »press-tóbak« kostaði 10 eða 11 fiska, eptir vörunum, sem borgað var með. (Lovsaml. f. Isl. I. Lagasafn Magn. Ketilssonar III.). Sama verð er á tóbaki í taxtanum 10. apríl, en þar er bætt við gulu reyktóbaki, og átti það að kosta 12 fiska (L. f. Isl. I). Seinna á öldinni er verð hækkað á tóbaki á Islandi með konungsbrefi 23. marz 1778, og var verðið þá 21 skilding á pundi af »þryktu tóbaki«, 20 skildinga á rólpundinu, en 24 skildinga á pundi af »skozkri mjórri rullu«, eptir þvi sem segir i alþingisbókinni 1778, »þó svo, að þessir prisar falli eptir sem utanlands tóbaksblöð falla í prís«. Presstóbak þýðir munntóbak og hefur þvi stöktóbakiö eflaust verið haft til reyktóbaks og neftóbaks. Eptir taxtanum 1684 kostar veturgamall sauður 20 fiska og hefur tóbakspundið þvi kostað 5 kr. -— 6 kr. 50 au. í peningum þeim, sem nú gilda, ef sauðurinn er reiknaður á 10 kr., og þættu það dýr matarkaup um þessar mundir. Fyrst fluttist tóbak til Islands frá Englandi, en fáar sögur hafa menn af þeirri verzlun, og engar aðrar sem jeg þekki, en að Jason kaupmað- ur Vest1 hafi flutt tóbak til landsins. Inn f landið upp á hest. árlega sendir Jason Vest segir sjera Stefán Olafsson (I, 326). Seint á 17. öld og framan af 18. öld munu Islendingar hafa keypt talsvert af tóbaki hjá hollenzkum fiski- mönnum, sem voru á vakki umhverfis allt landið, og er það gefið í skyn í leyfi konungs til hins islenzka verzlunarfjelags að fá tóbak i Hollandi 8. janúar 1728, að Islendingar kaupi tóbak hjá Hollendingum i ólejdi (L. f. Isl. II.). Leyfi þetta var endurnýjað 1729, 1730 og 1733. Af leyfi þessu sjest berlega, að Danir hafa verið farnir að flytja tóbak til Islands snemma á 18. öld, og eflaust hefur tóbaksverzlun við þá 1 Enskur kaupmaður á Eyrarbakka fyrir og um miðja 17. öld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.