Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 54
J34
íslands, en enn var flutt þangað tóbak, sem kallað var íslenzkt tó-
bak, og segir Jón Olafsson frá Grunnavík í orðabók sinni, að það dragi
nafn af því, að það hafi verið bútað i sundur og svo sósað vel, en
ekki þurkað; er þetta vist svo að skilja, að þess konar tóbak hafi verið
útgengilegast á Islandi, og hafi þvi flutzt mest þangað. Þetta íslenzka
tóbak var ódýrara og þvi eflaust verra en annað tóbak. Pontoppidan
kvartar yfir þvi i »Oekonomisk Balance* 1759, að Danir neyti allt of
mikils tóbaks; mundi það kosta ærið fje, ef þeir kej^ptu ekki annað
tóbak en spanskt tóbak, en til allrar hamingju væri það mest íslenzkt
tóbak og norskt tóbak, sem þeir neyttu. Það brann lengi við og eymir
jafnvel ef til vill eptir af þvi enn þá, að Dönum þótti allt nógu gott
handa Islendingum, en reyndar verður þeim ekki gefin sök á því, þótt
þeir flyttu Islendingum miður vandað tóbak, ef þeir hafa kosið það frem-
ur en gott tóbak.
íslendingar sjálfir gerðu mun á neftóbaki, píputóbaki og tuggutóbaki,
eins og kemur fram í Tóbaksvísum sjera Hallgríms Pjeturssonar, og
munu tvö seinustu orðin alveg vera vikin úr sæti fyrir orðunum »reyk-
tóbak« og »munntóbak«. Orðið »ró/« kemur líka fyrir þegar á 17. öld
í kvæðum sjera Stefáns Olafssonar (I, 328). Orðið »tóbakur« hefur
lika verið til, og segir Jón Olafsson, að það tiðkist sumstaðar á Vestur-
landi (orðab.). Á sama stað segir hann, að »að tóbaka sig« þýði að búa
sig út með tóbak, en mig minnir, að jeg hafi heyrt sögn þessa hafða
um að taka tóbak.
Að því er snertir verkfæri þau og hirzlur, sem þarf við tóbaks-
nautn, skal þess getið, að menn reyktu þvi nær eingöngu úr leirpipum
að fornu fari og eflaust líka á Islandi. Tóbakspipa er nefnd i kvæðum
sjera Stefáns (I, 289) og á öðrum stað (226) segir hann, að Jason Vest
flytji inn i landið meira en 600 pipur á ári hverju. Nú voru leirpip-
urnar stökkar mjög, og geymdu menn þær þvi í dósum og tóbakið líka.
Á forngripasafninu í Reykjavik eru til hollenzkar tóbaksdósir frá 17. öld
(Sk. I. 1869, nr. 60) og eru þær ætlaðar bæði pípu og tóbaki. Fleiri
tóbaksdósir eru þar til, en þær eru allar yngri. í kvæðum sjera Hall-
grims Pjeturssonar (II, 370) er getið um tóbaksdós, hvort sem þar er
átt við reyktóbaksdós eða neftóbaksdós, því víst er um það, að menn
höfðu lika dósir undir neftóbak á 17. öld, og eru enn til dósir Bauka
Jóns biskups. Baukar eða pontur munu þó hafa veríð tíðari neftóbaks-
ílát á 17. öld og er viða getið um þá í kveðskap. Sjera Stefán Olafs-
son nefnir víða bauka (I, 282, 327, 331, 332, 334), og enn minnizt
hann á renda birkibauka (I, 333) og á birkikúpur, sem menn geymi í
vetlingsþumlum sinum. Pessi tóbaksilát hljóta þvi að hafa verið mjög
lítil. Sjera Hallgrímur Pjetursson yrkir vísur um bauk, Baukvísur (II,
410—12), og enn yrkir hann vísu um tinsteyptan tóbaksbauk (bls.
443); má ráða af henni að baukar hafi þá verið með svipaðri gerð og
nú. Á Forngripasafninu er ponta úr tönn (S. II, 1, nr. 852), sem hef-
ur verið eignuð Daða bónda Guðmundssyni í Snóksdal, en það getur
ómögulega verið rjett. Daði bóndi dó 1563 eða löngu áður en tóbak
fluttist fyrst til Islands. Ponta þessi kvað þó vera allgömul. Tann-
baukar hafa ávalt þótt meiri gersemar en trjebaukar, en einna mest hef-
ur þótt koma til bauka úr lausnarsteinum. Jeg hef sjeð tvo mjög gamla