Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 65
145 kosta að öllu leyti, bæði lagning þeirra, viðhald og stöðvastörf við þá. En væri slíks ekki kostur í bráð, mundi fjelagið verða nauðbeygt til að leggja sæsímann til Rvikur (eða þar í grennd), með því stjórnin mundi af auðskildum ástæðum gera það að skilyrði, að sá staður fremur öllum öðrum kæmist í frjettaþráðarsamband við útlönd. Þó mjer nú þætti nokkuð mikið lagt í sölurnar frá Islands hálfu fyrir eina einustu símastöð, þá virtist mjer að una mætti við það, ef kostnaðurinn við lagning landþráða reyndist ekki meiri en svo, að búast mætti við, að landið gæti risið undir honum. Jeg reyndi því að leita mjer upplýsinga um, hve mikið landþræðir frá Berufirði til Akureyrar og þaðan til Rvíkur (með aukaþræði frá Stað í Hrútafirði til ísafjarðar) mundu kosta. Sneri jeg mjer fyrst til mannvirkjafræðings í Berlín, sem ferðazt hafði á íslandi og at- hugað þetta, og varð áætlun hans sú, að þessir þræðir mundu kosta um 400,000 kr. Aðra áætlun Ijet Frjettaþráðafjelagið gera og varð hún nokkru hærri um 450,000 kr. eða allt að 500,000 kr. Þótt nú báðar þessar áætlanir sjeu lauslegar áætlanir og mestmegnis byggðar á líkum (að eins svæðið millum Akureyrar og Rvíkur hefur verið rannsakað), má þó ætla, að þær fari ekki allfjarri sanni. Þar sem þingið hefur nú með fjárveiting sinni til sæsímans bundið landssjóði 700 þús. kr. byrði, gat jeg ekki sjeð, að nokk- ur von væri um, að hann yrði í nánustu framtíð fær um að snara út allt að J/2 miljón í viðbót til landþráða. En að fá slíka þræði virtist mjer þó óhjákvæmilegt, ef meginþorri landsmanna ætti að hafa nokkurt verulegt gagn af sæsímafjárveitingunni. Þeir fjár- hagslegu hagsmunir, sem landið ætti að geta haft af frjettaþráða- sambandinu, eru einkum, hve það greiddi fyrir verzlun, siglingum og fiskiveiðum. En ef sæsími yrði að eins lagður til Rvíkur, en engir landþræðir, þá yrðu einmitt þeir hlutar landsins, sem mesta þörfina hefðu og mest gagn gætu haft af frjettaþráðarsambandinu, útundan. Engum getur dulizt, hve miklu tjóni hraðskeyti gætu opt af- stýrt, þegar ís er á ferðum, og eins hve mjög þau gætu stuðlað að því, að mögulegt yrði að nota sjer snöggar en skammvinnar fiskigöngur (t. d. síldarhlaup), sem nú er ekki kostur á að færa sjer fyllilega í nyt. En þetta á einmitt einkum við Austur-, Norður- og Vesturland, sem því nær ekkert gagn hefðu af sæsímanum,, ef landþræði vantaði, því langt yrði og kostnaðarsamt að senda menn með hraðskeyti til Rvíkur. Yrði líklega optast, að minnsta 10

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.