Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 69
149
Mýra-, Borgarfjarðar- og Kjósar- sýslur) færi þá á mis við þann
hagnað, sem af frjettaþráðarsambandinu mætti hafa. Þvi litil lík-
indi eru til, að landið geti í nánustu framtíð komið sjer upp land-
þráðum af eigin rammleik, og engin minnsta von um styrk til þess
frá öðrum þjóðum.
En hjer við bætist og annað. Það er sem sje siður en svo,
að enn sje nokkur vissa fyrir því, að nokkuð verði af því, að
sæsími verði lagður til íslands. Það er algerlega undir því komið,
hvort nægilegt fje fæst til hans frá útlendum þjóðum. Nú hefur
verið farið fram á, að England legði fram 1,080,000 kr. (£ 60,000)
til sæsímans, en enska stjórnin kvað vera því fremur andvíg. Það
er því alveg undir þingi Englendinga komið, hvort þessi fjárveit-
ing fæst. En áhugi þingsins á málinu er aptur mestmegnis kom-
inn undir því, hve mikið verzlunarfjelög og fiskiveiðafjelög leggja
að því með að veita fjeð. En nú hafa einmitt hjá enskum verzl-
unar- og fiskiveiðafjelögum komið fram sterkar raddir í þá átt, að
því að eins væri nokkur hagsmuna von fyrir þau af fyrirtækinu,
að sjeð yrði um, að allur meginhlutinn af ströndum Islands kæm-
ist um leið í frjettaþráðarsamband við útlönd. En væri að eins
um einn stað að ræða, væri ensku fje varla til þess kostandi. Það
gæti því vel orðið 'óllu frjettaþráðarfyrirtiskinu að falli, ef íslend-
ingar sýndu lítinn áhuga á að koma upp hjá sjer landþráðum jafn-
hliða sæsima. En sýni þeir aptur eindreginn áhuga i þessu efni,
er mikil von um fjárstyrk frá Englendingum, og fengist hann,
má álíta fyrirtækinu borgið.
Það er því vonandi, að íslendingar sýni nú bæði hyggindi og
rögg af sjer og geri eitthvað sjálfir til að greiða fyrir landþráðum
og þar með málinu í heild sinni1.
»Sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fœr«.
Valtýr Guðmundsson.
1 Áður en próförk af þessari grein var lokið, hafa mjer borizt íslenzk blöð
ffá Rvík, og virðast þau líta nokkuð reykvíkskum augum á málið og vera
furðu nærsýn. En þröngsým sumra þeirra stafar þó vafalaust fremur af
því, að þau hefur vantað nægar upplýsingar um málið, en að nokkur til-
hneiging til hreppapólitíkur hafi villt þeim sjónir.