Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 72

Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 72
152 heiptar-norðanstormur voða-bitur gnauðar þar um gróðurlausar auðnir. Komdu með mjer! Leið mín liggur yfir ljósgræn engi í skjóli hlýrra dala blómum vaxin, þegar þú ert með mjer, þá er bjart og misturlaust á fjöllum, þá er vor í dölum, sól í sveitum. II. As to the distant moon. (þýðing.) Eins og marinn mána myrkblár fjarran þráir og sem heimskaut hnattar horfir að leiðarstjörnu, svo er minn hugur og hjarta horfinn til þín, vina! En eins og mar og máni mega um aldur ei hittast, og eins og himinsær heiðblár heimskaut og stjörnu skilur, þannig um eilífð alla okkur er stíað sundur! /• P- t Islenzk orðabók. JÓN EORKELSSON: SUPPLEMENT TIL ISLANDSKE ORD- B0GER. Tredje Samling. Rvik 1890—97. Dr. J. P. hefir áður gefið út tvö allstór orðasöfn sem viðbæti við íslenzkar orðabækur. Hið fyrsta

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.