Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 73
i53
kom út 1876 (96 bls.), en hið annað á árunum 1879—85 (XX -j- 639
bls.). En í þessi söfn vóru að eins tekin orð, sem komu fyrir í bók-
um fram að 1700. Þetta nýja, þriðja safn, sem komið hefir út á ár
unum 1890—97, er bæði mest þeirra allra (XIII —j— 1392 bls.) og að
þvi leyti líka merkilegast, að það nær yfir bókmenntir vorar allt fram
á hinn síðasta áratug þessarar aldar, og tilfærir því nær eingöngu orð,
sem fyrir koma í bókum eptir 1700. f*að er þvi í raun rjettri ný-islenzk
orðabók. Og á slikri bók var sannarlega þörf, bæði fyrir útlenda og
og innlenda- Allir munu þvi kunna höf. hina mestu þökk fyrir hana,
og það þvi fremur, sem bókin er í alla staði svo vel úr garði ger,
sem vænta mátti af honurn, sem vafalaust er fróðastur allra núlifandi
manna í tungu vorri. Það er óhætt að reiða sig á það, sem í henni
stendur, og hún er þvi ágæt það sem hún nær. En ef menn halda, að
með henni sje fengin fullkomin orðabók yfir nýja málið, þá skjátlast
mönnum herfilega. Að svo er ekki, er höf. sjálfum lika fullljóst, því
hann tekur það fram með skýrum orðum i formála sínum. I nýja mál-
inu er sægur af orðum, sem sjaldan eða aldrei koma fyrir í bókum, og
af þeim eru sárfá i safninu. En það er ekki nóg með það, heldur
vantar i safnið mikinn fjölda orða, sem fyrir koma í bókum, og jafn-
vel fjölda orða, sem fyrir koma í sömu ritunum, sem orð eru þó til-
færð úr. Og þetta á sjer meira að segja stað með helztu rit vor og
höfunda. Oss hefir reyndar furðað töluvert á þessu, en vjer höfum
fyllilega gengið úr skugga um, að svo er, og skulum vjer nú færa
sönnur á mál vort með nokkrum dæmum. Einn af helztu nútiðarhöf-
undum vorum er óneitanlega Jónas Hallgrimsson, og vjer h}rggjum, að
mörgum útlendingi, sem vildi kynnast nútíðarbókmenntum vorum, mundi
verða einna fyrst fyrir að lesa »Grasaferðina« hans. (Hann mundi byrja
á lesmálinu á undan kvæðunum). Vjer höfum nú ekki lesið »Grasa-
ferðina« mjög nákvæmlega, en vjer höfum þó fundið mörg orð i henni,
sem vantar í orðasafnið, t. d. anza, bera (sig, e-ð við), berjamór, dúk-
skyrta, dofna, flekkur (um grös), firtast, fífublettur, fara (með e-ð = hafa
e-ð yfir), hárband (= b. úr hári), herma (eptir e-m), hranna, hvarf (fara
á h.), kaf (upp úr miðju k.), kankbrosandi, lalli, meinyrði, muna (e-n um
e-ð), patti, rindi, rósavetlingur, sauma (fyrir, upp um sig), skeið (= hjalli ?),
skýjadrög, skotta, skúfur (um grös), smáhrúga, sólskinsblettur, stóreflis-bjarg,
sona, stuðlaföll, tína (nafnorð), tínupoki, tó (= grastó). Öll þessi orð
vantar i orðasafnið, og ekkert af þeim mun heldur koma fyrir i sömu
merkingu í þeim eldri orðabókum, sem safnið á að vera viðbætir við,
nema hið siðasttalda (tó) og kannske orðin anza og dofna.
Eitt af vorum allrahelztu ritum eru og sPjóðsögurnar*. Ur þeim
er, eins og vera ber, mikið tilfært í orðasafninu, en þó vantar þar sæg