Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 74
i S4 af orðum, sem koma fyrir í þeim. Vjer skulum taka til dæmis eina draugasögu, eina útilegumannasögu og eina gamansögu. »Djákninn á Myrká«: asahláka, axlarsaumur, hempaslitur, isjaki, jakaferð, kúpa (== höfuðkúpa), orðraða, reik (illa til reika), ryðja (sig, um á), skaddaður, skálastafn, tefja (á bæ). »Jón frá Geitaskarði«: afarreiður, amhoð, bragð (mark), bregða (e-m, í glímu), dauðadægur, galdraskrudda, gangna- maður, hófur (mark), lambahópur, látalæti, netnál (mark), neyta (sin = beita sjer), stallbróðir, undanleit, vaninhyrndur, vitstola, þröskuldur (= hraun- alda?), æfur. »Sálin prestanna«: angraður, draga (nafnorð) hrekkur, hugsýki, lást (e-ð eptir), sál (= skinnsál), sakja (eptir e-m, urn stúlku eptir karlm.). Oll þessi orð vantar í orðasafnið og í hinum eldri orðabók- um koma varla fyrir nema svo sem 4 eða 5 af þeim. En oss finnst að þó hefði verið ástæða til að taka þau með. Vjer sjáum ekki betur en að eins mikil ástæða sje að taka t. d. stallbróðir eins og stallsystir, sem er i orðasafninu. Bæði þessi orð eru tilfærð i orðbók Cleasbys, en tilvitnunarlaust. Vjer álítum, að þetta nægi til að sýna, hversu mikils er í vant, að vjer höfum enn fengið fullkomna orðabók yfir nýja málið eða íslenzka tungu í heild sinni. En að þvi takmarki ættum vjer þó að keppa sem fyrst. Allar menntaðar þjóðir láta sjer næsta umhugað um, að fá sem fullkomnasta orðabók yfir mál sitt og verja til þess stórfje. En hvað höfum vjer gert í þvi efni? Svo sem ekkert. Og þó er málið okkar dýrmætasti fjársjóðurinn, sem vjer eigum til. Væri þá ekki vert að verja nokkrum þúsundum króna til þess, að draga þennan fjár- sjóð fram úr fylgsnunum, svo að allir mættu sjá, bæði hve stór hann er og hve mikils virði hann er? Væri nú ekki ráð að grípa tækifærið, meðan vjer eigum völ á manni, sem bæði hefur viljann og þekkinguna til þess að leysa þetta verk vel af hendi? Vjer álítum það, og vjer skulum hreinskilnislega segja, hvað oss finnst að ætti að gera. Alþingi ætti að veita dr. J. Þ. svo sem 2000 kr. í nokkur ár til þess að vinna að fullkominni nýislenzkri orðabók. Hefði hann þessa fjárupphæð til umráða árlega, þá gæti hann fengið sjer aðstoðarmenn, t. d. einn eða tvo stúdenta til þess að lesa bækur og safna nákvæmlega orðum úr þeim og eins og úr daglega málinu, en svo gæti hann tekið við og samið orðabókina upp úr söfnum þeirra. Ætti þá helzt að semja tvenns konar orðabók. Fyrst fjórða viðbætinn við íslenzkar orðabækur með tilvitn- unum í sama sniði og hin fyrri söfn hans, og siðan fullkomna orða- bók yfir íslenzka tungu að fornu og nýju í einu, en handhæga og án allra tilvitnana. Væri dr. J. Þ. til með að taka verkið að sjer með þessum kostum, þá mætti álíta málinu vel borgið. Og að hann mundi fús til þess, virðist mega ráða af hinni dæmafáu ósjerplægni, sem hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.