Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 76

Eimreiðin - 01.05.1898, Qupperneq 76
156 EIRÍKUR BRIEM: HUGSUNARFRÆÐI. Rvík 1897. Þetta er góð bók og vel samin, en sá er galli á gjöf Njaiðar, að engir nema lærðir menn geta haft hennar not, af því að í henni er svo mikill sandur af útlendum orðum, sem hverjum alþýðumanni er ofvaxið að botna í. Þó vjer höfum ekkert á móti að taka upp einstöku útlend orð í mál vort, þykir oss hjer sannarlega of langt farið í því efni. Þessi hugsunarfræði er að eins »til að nota við kennslu á prestaskólanum«, og lítur því helzt út fyrir, að von sje á annari handa lækna- skólanum. Ef svo er, vildum vjer óska, að ekki yrði annar eins mýgrútur af útlendum orðum í henni, svo hún yrði dálítið aðgengilegri fyrir fróðleiksþyrsta alþýðumenn. ÍSLENDINGASÖGUR. 16., 17., 18 , 19. Búið hefir til prentunar Valdimar Asmundarson. Rvík 1897. I þessum fjórum heptum eru: Reykdœla saga (eða Vémundarsaga og Víga-Skútu), fiorskfirdinga saga (eða Gull-Þóris saga), Finnboga saga (hins ramma) og Víga-Glúms saga. Um fráganginn á þessum útgáfum er sama að segja og að undanförnu (sbr. Eimr. II, 75 og III, 156). Það er mikilla þakka vert, að alþýða á nú kost á svo handhægum og ódýrum útgáfum af sög- um vorum, og er vonandi að sem flestir kaupi þær og kynni sjer. Þar getur sá, er kann að hagnýta sjer þær, margt gullkomið fundið. Því það má með sanni segja, að í sögum vorum sje fólginn einn hinn helzti andlegi fjársjóður þjóðarinnar. Þær glæða tilfinning fyrir fögru máli og búningsíþrótt; þær vekja ást á frelsi, dug og drengskap og öðrum mannkostum, en andstygð á á- þján, lævísi og lítilmennsku. Þær bregða upp íyrir oss hinum margbreyttustu myndum úr fjelagslífinu. Þær sýna oss meðferð bamsins í vöggunni, unglinginn temja sjer íþróttir á leikvellinum, brúðhjónin í veizlusalnum, bóndann við vinn- una, víkinginn á skeið sinni, kappann á hólminum, dómarann og löggjafann á þinginu og soninn strengja þess heit við erfiölið, áður enn hann dirfist að setj- ast í hið auða öndvegi föður síns, að verða ekki ættleri. Þær sýna hve holl á- hrif tíðir mannfundir og allskonar skemmtanir geta haft á fjelagslífið, og hve mikið táp, fjör og atorka getur upp af því vaxið. Er þá hægt að hugsa sjer öllu hentugri og hollari bækur til að svala íróðleiksþorsta uppvaxandi unglinga en þessar sögur? Vjer efumst um það, þó þær sjeu auðvitað ekki einhlítar sem menntameðal. Mundu þær ekki betur en flest annað hvessa sjón unglingsins fyrir því, hve langt vjer erum orðnir á eptir öðrum þjóðum frá því sem var á söguöldinni, og hvísla því í eyra honum, að hann geti ekki kinnroðalaust sezt í sæti þessara forfeðra sinna, nema hann strengi þess heit í hjarta sínu, að sýna sig sem verðugan niðja þeirra, en engan ættlera, — eins og sonurinn við erfiöl föður síns forðum. BJARNI jÓNSSON: ÍSLENZK MÁLSGREINAFRÆÐI. Rvík 1893. Það er gullsatt, sem höf. segir í formála síuum, að það sje ekki nægilegt, að kenna mönnum rjetta stafsetning, heldur verði því að vera samfara leiðbeining i rjettri skipun orða og málsgreina. Hann hefur nú ætlazt til, að bæklingur sinn yrði notaður við slíka tilsögn, og má vel vera, að hann komi þar að góðu haldi. En eigi getum vjer neitað því, að oss finnst hann ekki hafa tekizt svo vel, sem vjer hefðum óskað. Oss finnst framsetningin ekki nógu skilmerkileg og auð- veld fyrir unglinga, en kverið þó jafníramt of fjölyrt, og því óhentugt til að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.