Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 78

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 78
i58 því næst eru í ritinu: I. Kennaratal 1847—1897 með myndum af öllum hinum föstu kennurum skólans frá byrjun hans; II. Kandidatatal eptir stafrofsröð og þar jafnframt skýrt ffá fæðingardegi, prófeinkunnum, hvenær þeir hafi útskrifazt af prestaskólanum og lífsstöðu hvers eins nú; III. skýrsla urn prestaskólann skólaárin 1895—6 og 1896—7 og IV. Flokkur eptir Valdimar Briem, sunginn á 50 ára afmæli skólans 1. okt. 1897. Á titilblaðinu er mynd af prestaskóla- húsinu. ÁRSRIT GARÐYRKJUFJELAGSINS 1898. í því er urn »hnúðberandi galtartönn« eptir fyrv. landlækni Schierbeck, »Hvers vegna vex ekki í garðinum mínum?« eptir skólastjóra Jónas Eiríksson, »Reynir, Birki, víðir,« eptir landfógeta Arna Thorsteinsson, »Sáðreiturinn« eptir búfræðing Aðalstein Halldórsson og »Garðyrkjuverkfæri,« »Blómin« og »Garðstunga« eptir garðyrkjufræðing Einar Helgason. — petta rit ætti sannarlega að komast »inn á hvert einasta heimili«, og helzt ætti að kenna börnunum það eins og kverið. Vjer viljurn skora á alla þá, sem hafa ekki enn fengið sjer það, að kaupa sem allra fyrst alla 4 ár- ganga þess; þeir kosta ekki nema 75 aura (20 au. hver einstakur), en eru margra króna virði fyrir hvern þann, sem hefur skynsemd til að læra af þeim. HELGI HÁLFDÁNARSON: STUTT ÁGRIP AF PRJEDIKUNARFRÆÐI. Rvík 1896. Þó bók þessi sje ekki nema 84 bls. á stærð, þá er mikið á henni að græða. Hún er prýðilega samin bæði að efni, niðurskipun og orðfæri; en mest þykir oss þó varið í þann mannúðaranda, sem lýsir sjer í henni. Hún heldur því ffam, að embætti prestsins sje »ekki embætti fyrir damingar - innar, heldur embætti fy rirgefningarinnar,* hin eiginlega köllun hins kennimannlega embættismanns sje »að boða fyrirgefning, frið og frelsi« (bls 11); presturinn eigi »að hræra, en ekki að hræða« (bls. 80) og »aldrei fyrirdæma« (bls. 82). Brennisteinsprestarnir hefðu gott af að kynna sjer þessa bók og yfir höfuð er hún hinn bezti leiðarvísir fyrir hvern prest sem er. ■ STEFÁN B. JÓNSSON: STJARNAN. Lítið ársrit til fróðleiks og leið- beiningar um verkleg málefni. I. ár. Winnipeg 1897. Ársrit þetta er eiginlega íslenzkt almanak handa Vesturíslendingum, en auk þess eru í því ýmislegar rit- gerðir og uppdráttur af Winnipegbæ. Þar er meðal annars ritgerð um frysti- hus og íshús og leiðbeining um bygging þeirra, urn straumferjur, um metramál, um ýmiskonar mælingar og margt fleira, sem gott er að vita. Yfir höfuð er eigi alllítill fróðleikur í ritinu, en búningur þess er allt annað en góður. Málið á því er mjög óvandað og víða herfilegt, og pappír og prentun í lakasta lagi. ÍSLAND OG ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS: FORNMENJAR OG NÚTÍÐARHEIMILI Á ÍSLANDI (»Fortidsminder og Nutidshjem paa Island«, Khöfn 1897) heitir bók, sem höfuðsmaður í herliði Dana Daniel Bruun hefur skrifað. Er í henni fyrst stutt lýsing á landinu og náttúru þess og því næst frásögn urn ferð hans á íslandi 1896. Þá kernur fróðleg lýs-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.