Eimreiðin - 01.05.1898, Page 79
159
ing á landbúnaði vorum og kvikfjárrækt, húsaskipun í ýmsum sveitum landsins
og að lokum langur kafli um ýmsar fornmenjarannsóknir (bæjarústir, hofa o. fl.).
Bókin er skemmilega rituð og í henni rnikill fróðleikur fyrir útlendinga, og má
furðu kalla, hve mikillar þekkingar höf. hefur getað aflað sjer á jafnskömmum
tíma. í bókinni eru nálega 200 myndir til skýringar og auka þær eigi alllítið
gildi hennar. — Um þessa bók hafa þrír íslendingar ritað ritdóma: Dr. porv.
Thoroddsen (í »Petermanns Geogr. Mitteilungen« 189% bls. 188—9), Pdlmi Pdls-
son skólakennari (í »Nationaltidende« 1897, nr. 7756) og cand. mag. Bogi Melsteð
(í »Berl. Tidende« 1897), og hafa þeir allir gert góðan róm að henni. Um hana
hefur og verið ritað í franska tímaritið »Le Tour du Monde« (okt. 1897) og
enn víðar.
UM ÍSLENZKAN SPJALDVEFNAÐ hefur fröken M. Lehmann-Filhés
skrifað mjög fróðlega grein í i>Illustrirte Frauen-Zeitung« 1897 (nr. 20—22), og
lýsir hún þar bæði spjöldunum og hvernig þeim sje beitt eða farið að vefa með
þeim, og fylgja góðar myndir til skýringar. Hefur hún fundið þetta af hugviti
sínu með því að rekja upp spjaldofna bandspotta frá Islandi, og má það kalla
vel gert. Vefur hún nú bönd af ýmsri gerð og hefur vakið svo mikinn áhuga
fyrir spjaldvefnaðinum, að ungar hefðarstúlkur í Berlín eru nú teknar að læra
hann hjá henni og þykir mikill ffami í. 25. febr. þ. á. sýndi hún og í þjóð-
fræðafjelaginu í Berlín (»Verein fur Volkskunde«), hvernig væri farið að vefa
með spjöldum, og þótti mikið til koma. Nýlega hefur hún sent oss spjaldofið
band með íslenzku letri, er hún sjálf hefur ofið og stendur á því: ELDGAMLA
ÍSAFOLD. — En hvernig líður spjaldvefnaðinum hjá hefðarmeyjunum í höfuð-
stað íslands? Er hann að deyja út eða hvað? Sje svo, þá viljum vjer ráða þeim
að ná sjer í ritgerðina í »111. Frauen-Zeitung« á Landsbókasafninu og læra
af henni.
UM NÝÍSLENZKAR BÓKMENNTIR hefir M. phil. C. Kuchler ritað ýmis-
legt á næstliðnu ári, ekki að eins í þýzk, heldur og í norsk og dönsk tímarit. I
»Zeitschrift fur vergleichende Litteraturgeschichte* hefir hann ritað alllanga grein
um íslenzkan leikritaskdldskap; rekur hann þar sögu þessa skáldskapar og telur
upp flest, ef ekki öll, þau leikrit, sem rituð hafa verið (bæði prentuð og óprentuð)
og leggur dóm á þau. Er ritgerð þessi að mörgu leyti mjög ffóðleg og skýrir
frá mörgu, sem fæstum mun nú orðið kunnugt um, og sýnir slíkt eigi litla elju
hjá höfundinum, að honum skuli hafa tekizt að grafa það upp. Dómar hans
um íslenzka leikritagerð munu og rnjög nærri sanni. — Aðra grein hefir hann
ritað í norska tímaritið »Kringsjaa« (IX, 9) um endurfœðing íslenzkra hókmennta,
þriðju i mánaðarritið »Der Bote fúr deutsche Litteratur*: Skdldþjóð við heim-
skautsbauginn og hina fjórðu í danska vikublaðið »De tusinde Hjem« (nr. 9):
Nýislenzkar bókmenntir. Eru tvær hinar síðast töldu mestmegnis um bók Poes-
tions »íslenzk nútíðarskáld«, en þó jafnframt um bókmenntir íslendinga yfirleitt.
Á höf. mikla þökk skilið fyrir allar þessar ritgerðir og viðleitni á að vekja eptir-
tekt þriggja útlendra þjóða á bókmenntum vorum.
SKEMMTIFERÐALEIÐIR Á ÍSLANDI (»Turistrouter paa Island«) heitir
alllöng ritgerð, sem höfuðsmaður Daniel Bruun hefir ritað f »Den danske Turist-