Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 4

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 4
IÓ4 Og ljúft mundi hugurinn hneigjast á leið Til hellenzkrar sælu Frá »ultima Thule« um skammdegis skeið Og skakviðra fælu. Til munaðar-eyjar þá Morfevs1 mig bar I mjúklegum faðmi, — Til skrúðgrænnar eyjar í skínandi mar Með skuggsælum baðmi. Og fyrri ég varð ekki var en ég lá far vaxið var rósum, Og hóp þar á blómgrund ég svífandi sá Af svarteygum drósum. Um hrafnsvarta lokka — því gaf ég vel gaum, — Með glitfagra kranza Um blómstrandi völlinn við gígjunnar glaum Eg glatt sá þær dansa. Og ein kom með blómkerfi broshýr til mín Með blíðlátum örum, Og gullbikar önnur með glóskært bar vín Mér góðlát að vörum. Og vinalegt krýndi mig vífið með sveig Svo vart ég mér réði; Ur bikarnum hinnar ég vínsins drakk veig Með velsældar gleði. Og enn kom hin þriðja og Teika tók lag Á lýrunnar strengi, Og ástar um sæluna söng hún mer brag, Svo sætt kvað mér engi. Hve sælt væri’ að vefja það vífið sér að Og vera þess sjafni, Því neita skal eigi: sú niftin, sem kvað, Var Násíku jafni. 1 Draumguðinn

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.