Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 5
í65
En hvikul er draumsæld, mér þrjár hurfu þær,
Og því ég verst undi,
Og alt varð svo dauflegt, mér engin var nær,
Eg einn kúrði í lundi.
Og umhverfis dimdi, ég ekkert fekk séð <
Og alllangt mér virtist,
Unz aftur sér draumurinn umbreyta réð
Og annað mér birtist.
Pá blysa-gang sé ég og birtir fyr sýn
Og blíðtónar óma,
Og Kypría1 glatt yfir grænmeiðum skín
Með gullskærum ljóma.
Og þá hófst upp fegursti flokksöngur þar
Af fljóðum og sveinum,
Og vaxandi hreiminn að hlustum mér bar
í*ar hvíldi’ eg und greinum.
Hann lét mér í eyrum svo ástsælu-ríkt
Með inndæli stöku
Og hreif mig, — því aldreigi hygg ég neitt slíkt
Mig heyrt hafa í vöku.
Og svo hugði’ eg kæmi það syngjandi lið
Með söknuðu sprundi,
Eví hljómur barst nær, — en þá hnykti mér við,
Ég hrökk upp af blundi.
Ég hrökk upp með andfælum húsa við brak
Frá hálfnuðum draumi,
Pá bylurinn snarpasta ringinn á rak
I rokviðris flaumi.
Og veðrið var hamslaust og húm ríkti svart,
Éað hrikti í súðum
Og haglhríðin geysandi gnúði svo hart
Á glamrandi rúðum.
Ástarstjarnan.