Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 6

Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 6
Svo vatt mér úr draumsæld til veruleiks aums Pað veðrið hið ljóta; Sá útsynnings hrottinn þess hellenzka draums Mig hindraði’ að njóta. IV. EFTIR SÓLARLAGIÐ. Ó hve ljómið þér Á lofti bláu Eftir röðul runninn, Hafsbrún viður I heiðlogni, Roða-skýin skæru! Geislið þér sem draumar Gullvængjaðir Vesturloft um vega; Svo skín fegurð Á sannleiks himni I heimi hugsjóna. Leikið ljósbrigðum, fér hin logabjörtu Enn um stutta stund, Unz bregður yður I bjarma stiltan Dýpra sigin sunna. Er þá sem æðri Andaheims blær Á vesturfjöllin færist, Sem þau í draumsjón Sveipin væru Litfá Ódáins landa. Bjartskírð, bláfáin Benda þau úr fjarlægð Guðvefs blæju gegnum Lognmarar flöt Ljósan yfir Hingað hafs að strönd. Enn sit eg hér Hjá unnar steinum Viður flæði fram Og sannsæll þessa Sjóndýrð teyga Augum með og anda. Ó þá undurkyrð, Aftanblíða, Himinfegurð hreina, Líkt sem úr eilífð Legði birtu Æðri á okkar fold! Bregða fer liti, En bjarminn dags Vakir enn í vestri, Og enn með unun Mín augu hvíla Á þeim fögru fjöllum. Og dvínandi Degi fylgir Sál mín sæl í leiðslu Og sjálf með honum I svalrar nætur Himneskt faðmlag hnígur.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.