Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Page 12

Eimreiðin - 01.09.1903, Page 12
172 vorar og alla reynslu; hann talar í samvizku vorri, sem er eða má kalla eðlishvöt til hins góða, arð og árangur vorrar erfðu og öfluðu reynslu, og fyrir því er það, að rödd samvizkunnar segir til í sálum vorum með þessu ósjálfráða afli, sem er einkunn allra næmra og rótfastra viðbrigða (reaktíóna) vors flókna vitundarkerfis, eða sem nú kallast subconscia (c: viðbrigði með bundinni eða óljósri meðvitund). Guð birtist einnig í ylhvötum vorum, eftir- þrám, ígrundun, háleitum vonum og hjartnæmri guðrækni. Allar slíkar vitranir eru afar-mikilvægar og þeim má aldrei gleyma, en ofar þeim öllum er sá umheimur hins sanna og góða, sem birtist fyrir vísindin. Eigi er það allra, að vera vísindamenn, en fyrir þá sök er þess engin þörf að binda hugi manna og hjörtu við blinda trú. Trú sérhvers manns ætti að vera traustið til sannleikans; ekkitrú á skröksögur, sem sagðar eru sannar, heldur á sannleikann — þann sannleika, sem sýnir svo ljósa aðaldrætti, að allir mega skynja hann, — þann sannleika, að þessi veröld sé öll í settri samhljóðun, svo að ekkert rangt verði gjört án þess það valdi ill- um afleiðingum í allar áttir. Trúin á hið objektíva (hlutlæga) sannleiksvald er næsta stig- ið í trúarframför mannkynsins. Nú stöndum vér á þröskuldi hins þriðja tímabils, sem koma mun, þ. e. a. s. tímabils hins vísinda- lega obj ektívisma. Stefna annars tímabilsins var neikvæð, niðurbrotsgjörn og fór effir lausri rökfræði; stefna hins þriðja verð- ur jákvæð, hagspök, uppbyggjandi. Hinar neikvæðu og súbjektívu skoðanir sýnast frá sjónarmiði hinnar játandi og objektívu stefnu hins fyrsta tímabils verk eyð- andans, afneitunarandans, djöfulsins. fað er viðhvarfsstefna, reaktíón. Pað sýnir hvers vegna Satan hjá Milton varð goðmögn- uð hetja (heros). Milton var byltingamaður, súbjektívisti og Satani óviljandi hliðhollur. Hann lætur Satan tala eins og heim- speking síns tíma: »Hver sál á heim í sjálfri sér og má í himin breyta helju, helju í himin. Hvað þýðir hvar, ef sjálfur er ég samur, ef sjálfur er ég ég og breytist ekki?« Hin neikvæða stefna annars tímabilsins er ekki röng; hún hlaut svo að vera vegna hins þriðja tímabils. Hún bjó henni í hendur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.