Eimreiðin - 01.09.1903, Síða 13
173
verkefnið í hærri og betri stefnu, hina jákvæðu-rannsóknarstefnuna.
En rannsóktr er ónóg til pósitívrar byggingar; vér verðum að
sjá árangur, sem er verulegur, læra sannar vísindameðferðir, sjá
og finna skýlausan arð og afkomu; fyrir því mun sjáari 20. ald-
arinnar telja óhjákvæmilegt að leggja áherzluna á gildi lúns hlut-
læga (objektíva).
2. Er hið illa jákvætt (pósitívt)?
Eftir þessar inngangs-athugasemdir getum vér betur skilið
hvernig á því stóð, að súbjektívisminn varð undirrót þeirrar
setningar, að hið illa sé neikvæð hugmynd, en enginn já-
kvæður gjörandi (faktor) í tilverunni. Og ef vér viljum finna nú-
tíma-höfund, er einna skýrast tekur fram neikvæði hins illa, má
benda á söguna »Brotin vopn« eftir Berthu von Suttner, ein-
hvern helzta verjara allsherjar-friðarins. Hún veit, engu síður en
Schopenhauer vissi það, að böl lífsins er jákvætt, með því að hún
lýsir svo vel ógnum ófriðarins í öllum hans algleymingi. Samt
sem áður hefir hún varið heilum kafla af bók sinni, þeim er hún
kallar: »Máldagaskrá sálarinnar«, til sönnunar þeirri setning, að
princíp hins illa sé sjónhverfitig ein. Hún segir: »Eg trúi eigi
sjónhverfingum ilsku, böls og dauða, það eru skuggar eitiir, en
ekkert í sjálfu sér. Myrkur er = vöntun ljóss. Pað eru neikvæðir
hlutir, vantanir þess, sem verulega er til. Ljós er til, en eigi
myrkur; líf er til, en dauði er eigi annað en að lífsfyrirburðurinn
(fenómenið) hverfur. ... Vér játum að Ozmuzd og Ahriman, eða
guð og djöfullinn, séu að m. k. hugsanlegar verur, en til éru aör-
ir gagnstæðir hlutir, sem bersýnilega eru ekki annað en vöntun
hins gagnstæða. Hugsum oss þögn, sem svo sé rík, að hún nið-
urbæli hávaða! Myrkur hefir engin stig, en það hefir ljósið. Til
er meira ljós og minna, en ýmislegar aðgreiningar á myrkri geta
eigi annað þýtt en lítið ljós eða minna. Pannig er um lífið, það
er stærð, en dauðinn er núll. Nolckuð og ekkert getur eigi átt í
höggi saman. Ekkert er allsvana, ekkert, eins og sjálfstæð hug-
mynd, er örverpi mannlegs breyskleika. Tveir verða að vera um
hverja deilu. Sé ég í herberginu, er ég hér; fari ég burt, er ég
hér eigi framar. Pað getur enginn ágreiningur orðið um mína
hér nálægð og þar-nálægð í senn«.
Petta er hin hugvitsamasta og Tullkomnasta afneitun á tilveru